fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Óheppilegt orðaval Grafarvogskirkju skýtur upp kollinum – Stofnuðu KKK á Íslandi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. janúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gömul tilkynning frá Grafarvogskirkju hefur nú skotið upp kollinum víðs vegar um netið. Ástæðan fyrir því er að orðalagið í tilkynningunni er ansi óheppilegt.

Í tilkynningunni, sem er frá árinu 2005, er verið að auglýsa skráningu í nýjan hóp á vegum kirkjunnar fyrir 6 ára krakka en hópurinn ber heitið KKK. Það er vægast sagt ansi óheppilegt heiti á námskeiði þar sem KKK er betur þekkt sem skammstöfunin fyrir samtökin Ku Klux Klan.

Ku Klux Klan er þekkt fyrir rasisma, ofbeldi og voðaverk en samtökin halda því fram að hvíti kynstofnin hafi yfirburði fram yfir aðra kynstofna. Ku Klux Klan er hvað þekktast fyrir hatur sitt gagnvart svörtu fólki, en einnig fyrir gyðinga- og hommahatur sem og fyrirlitningu á ýmsum öðrum minnihlutahópum.

„KKK, stendur fyrir ,Kátir krakkar í kyrruviku,“ segir hins vegar í tilkynningu kirkjunnar en um er að ræða eins konar þemadaga. „Börnum í 1. bekk grunnskóla er boðið að taka þátt í þessari sérstöku dagskrá kirkjunnar. Við ætlum að föndra, fara í leiki og fræðast um þá atburði sem tengjast dymbilvikunni.“ Þessi dymbilvika sem talað er um er vikan fyrir páska en hún hefst á Pálmasunnudegi.

Þrátt fyrir að „Kátir krakkar í kyrruviku“ stuðli og innihaldi ágætan hrynjanda þá hefði eflaust mátt finna annað nafn á hópinn. Þegar talað er um KKK er nefnilega ansi ólíklegt að fyrsta hugsun manns séu kátir krakkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bíómynd og sjónvarpsþættir byggðir á borðspilinu Catan í vinnslu hjá Netflix

Bíómynd og sjónvarpsþættir byggðir á borðspilinu Catan í vinnslu hjá Netflix
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins