fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Er næsti James Bond fundinn?

Fókus
Mánudaginn 13. janúar 2020 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn James Borton, sem leikur í BBC-sjónvarpsþáttunum The Trial of Christine Keeler, segist koma til greina sem hinn næsti njósnari hennar hátignar, James Bond. Samkvæmt heimildum fréttamiðilsins The Sun hefur Murphy átt í samningsviðræðum við framleiðendur Bond-myndanna og sé fremstur í sigtinu sem arftaki leikarans Daniel Craig, en hann á aðeins eina kvikmynd eftir af samningi sínum og er hún væntanleg í kvikmyndahús næstkomandi apríl.

Heimildir The Sun herma að Norton uppfylli helstu skilyrði sem þarf til að leika frægasta njósnara kvikmyndasögunnar. „Hann er hávaxinn, stæðilegur, í góðu formi og lítur glæsilega út í smókingjakka,“ segir á fréttamiðlinum.

James Norton hóf feril sinn í kvikmyndinni An Education, sem vakti mikla athygli á verðlaunahátíðum árið 2010 og hefur hann skotið upp kollinum í kvikmyndunum Rush, Belle og Mr. Turner, svo dæmi séu nefnd. Næst má sjá hann í nýjustu kvikmyndaaðlögun skáldsagnarinnar Little Women.

Eon Productions, framleiðslufyrirtæki Bond-myndanna, þykja líklegir til að gefa út tilkynningu um næsta Bond við upphaf sumars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 4 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum