fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fókus

Þórarinn gerði allt vitlaust og endaði í fangelsi- „Þetta er ekki sprengja“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Fréttablaðinu í dag birtist viðtal við myndlistarmanninn Þórarinn Inga Jónsson, sem er með sýninguna Dauðar myndir í Gallery Port um þessar mundir. Þórarinn vakti heimsathygli árið 2007, þegar hann skildi eftir skúlptúr sem líktist sprengju eftir á listasafni. Á skúlptúrnum, var miði þar sem að stóð: „Þetta er ekki sprengja.“

„Þetta var konseptverk sem gjörbreytti lífi mínu. Ég var settur í fangelsi í tvo daga, var sleppt með mjög ströngum skilyrðum, rekinn úr skóla og missti atvinnuleyfið. Þrátt fyrir allt er þetta skemmtilegur tími í minningunni.“

Þetta listaverk gerði Þórarinn á meðan að hann stundaði nám við Ontario College of Art & Design í Toronto. Hann segir að kennararnir sínir hafi hvatt hann til þess að sýna hugrekki og vera djarfur, þegar Þórarinn hafi svo gert það hafi þeir flestir snúið baki sínu í hann.

„Ég var í námi og á hverjum einasta degi sögðu prófessorarnir: Vertu hugrakkur, ekki hlusta á neinn, brjóttu reglur. Um leið og ég var handtekinn svöruðu kennararnir, fyrir utan tvo, hvorki símtölum né tölvupósti. Ég hitti einn þeirra á gangi og kallaði til hans en hann horfði í hina áttina og gekk fram hjá mér. Þannig að það er hræsnin og gunguháttur listaheimsins sem ég myndi fordæma, frekar en lögregluna og almenning í Kanada.

Eftir að mér var sleppt úr fangelsi gerði stærsta dagblaðið í Kanada skoðanakönnun þar sem spurt var: Er Þórarinn Ingi Jónsson myndlistarmaður? 75 prósent svarenda sögðu nei.“

Þórarinn var spurður hvort honum þætti það sérstakt að hafa verið rekin úr skóla vegna listsköpunar sinnar, hann svarar: „Ég veit ekki hvort það er eðlilegt eða óeðlilegt. Ég get ekki svarað því hvort kerfið eigi að vera svona. Ég var að vinna mína vinnu og kerfið vann sína.“

Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma, en Þórarinn hlaut níu mánaða skilorðsbundin dóm fyrir verknaðinn, en umrædd „sprengja“ verð til þess að safnið var rýmt og götum var lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Helga dásamaði ísraelska lagið en fékk bágt fyrir – „Megi friður takast í heiminum AMEN“

Helga dásamaði ísraelska lagið en fékk bágt fyrir – „Megi friður takast í heiminum AMEN“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkonan vill að ég stundi kynlíf með öðrum konum – Hjálp!

Eiginkonan vill að ég stundi kynlíf með öðrum konum – Hjálp!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er það eina sem pirrar hana við eiginmanninn – „Þú ert að eyðileggja daginn minn“

Þetta er það eina sem pirrar hana við eiginmanninn – „Þú ert að eyðileggja daginn minn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hætti með kærastanum því hann var alltaf svo upptekinn – Fékk áfall þegar hún komst að ástæðunni

Hætti með kærastanum því hann var alltaf svo upptekinn – Fékk áfall þegar hún komst að ástæðunni