fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fókus

Friðrik Dór sá karlmann í rúminu sínu þegar hann var yngri – „Þetta eyðilagði mig alveg gjörsamlega“

Fókus
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 14:36

Friðrik Dór Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson opnar sig um svefnerfiðleika sem hann glímdi við í æsku. Hann segist hafa sofið upp í hjá foreldrum sínum þar til hann var tólf ára því hann sá alltaf ókunnugan karlmann í rúminu sínu.

Friðrik Dór segir frá þessu í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá sem kom út í gær.

„[Maðurinn] lá alltaf við hliðin á mér með hatt niður í augun og strá í kjaftinum. Ég svaf upp í hjá mömmu og pabba þar til ég varð tólf ára. Þetta eyðilagði mig alveg gjörsamlega,“ segir Friðrik Dór.

„Þegar mamma var að reyna að laga þetta, þá setti hún dýnu á gólfið inni hjá mér og sagði: „Við gerum þetta núna svona og þú hættir þessu kjaftæði.“ Hún lá þarna, og ég hlýt að hafa verið eitthvað geðveikur á tíma. En svo opnaði ég augun, ég var búinn að þykjast vera sofandi í einhvern tíma, og varð skíthræddur.  Mamma var orðin strengjabrúða. Ég er ekki að grínast. Ég var sannfærður um að hún væri orðin strengjabrúða,“ segir Friðrik Dór.

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona notar þú kjöthitamæli rétt

Svona notar þú kjöthitamæli rétt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“