fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Dorrit birtir mynd af sér með Ivönku Trump: „Dorrit neiiii“

Fókus
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dorrit Moussaieff, athafnakona og fyrrverandi forsetafrú Íslands, kom fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum í opna skjöldu. Þetta var í kjölfar þess að hún birti mynd af sjálfri sér ásamt Ivönku Trump, dóttur hins umdeilda forseta Bandaríkjanna, en báðar voru staddar á fundi World Economic Forum í Davos í Sviss.

Ljóst er á færslu Dorritar að hún er mikill stuðningsmaður Trumps-forseta og dóttur hans. Dorrit segir þar að kominn sé tími á konu í forsetastjórn Bandaríkjanna, en aðeins að því loknu þegar Trump hefur náð kjöri á ný.

„Fjögur ár í viðbót,“ skrifar Dorrit og bætir svo við: „…síðan þurfa Bandaríkin á konu að halda.“

Í athugasemdum við færslu athafnakonunnar standa margir ekki á skoðunum sínum. Tónlistarmaðurinn Logi Pedro stóðst jafnframt ekki mátið að tjá sig við færsluna, en þar er hann maður fárra orða og skilur eftir tjákn sem bendir til þess að hann sé vonsvikinn og hissa.

Fleiri ummælendur taka í sama streng.
„Er þetta eitthvað grín??“ skrifar einn og heldur áfram. „Ég hélt að eiginmaður þinn einblíndi á loftlagsmál og umhverfið. Segðu mér að þessi færsla hafi verið mistök á fylleríinu, svona augnablik þar sem heilinn tók sér frí. Ég vona að þú dragir þessi ummæli til baka á morgun og gefir peninga til góðgerðarmála sem úrbót fyrir þessa viðbjóðslegu færslu.“

Þá skrifa fleiri:

„Trump má ekki halda áfram, þetta snýst allt um peninga…“

„Vá, mikil vonbrigði!“

„Dorrit… neiiii“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“