fbpx
Laugardagur 20.desember 2025
Fókus

Dóri DNA sviptir hulunni af gríni Önnu Svövu – Þetta sagði hún um Reykjavíkurdætur

Fókus
Fimmtudaginn 19. september 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson dramatúrgur og rappari, betur þekktur sem Dóri DNA, upplýsir á Twitter hvað Anna Svava Knútsdóttir sagði um Reykjavíkurdætur í upphitun hennar fyrir nýtt uppistand Björns Braga Arnarssonar. Af lýsingu Dóra að dæma þá var grín hennar ekki svo meiðandi.

„Anna Svava sagði brandara um alla stærstu rappara Íslands á föstudaginn. Það má alveg fylgja þessum fréttum. Einnig má taka fram að hún var að segja brandara, þetta var ekki 20 mínútna dagskrá þar sem hún sagði skoðanir sínar á hinu og þessu,“ segir Dóri á Twitter.

Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur spyr Dóra svo í athugasemd hvað Anna Svava sagði nákvæmlega um Reykjavíkurdætur. Dóri svarar: „Hún sagði að það væru engir góðir kvenkynsrapparar á íslandi og að tónlist RVK-dætra væri eins og þegar börn kæmu heim með teikningar af leikskóla og maður verður að segja EN FLOTT HJÁ ÞÉR. Hún sagðist líka vera vaxin eins og Hr. Hnetusmjör.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi