fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Glowie opnar sig: „Kvíðinn hefur legið eins og skuggi yfir mér í allt sumar“

Fókus
Sunnudaginn 15. september 2019 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Pétursdóttir, eða Glowie eins og hún er betur þekkt, deildi færslu á Instagram síðu sinni en þar talar hún um erfiðleikana sem hún hefur verið að ganga í gegnum í sumar.

„Kvíðinn hefur legið eins og skuggi yfir mér í allt sumar. Ég er búin að léttast mikið vegna kvíðans en það hefur bitnað á sjálfsástinni minni auk sjálfstraustsins.“

Hún segir að henni hafi liðið eins og hún væri aftur orðin 10 ára en hún átti erfitt með að finna föt sem pössuðu á hana ásamt því sem hún var óörugg með að sýna öðru fólki líkamann sinn sem henni fannst vera of mjór.

„Ég hélt að þessi tilfinning væri farin fyrir fullt og allt en því miður kom hún aftur. Ég trúði þessu ekki, ég er sú sem er alltaf að tala og syngja um líkamsvirðingu. En samt var ég standandi fyrir framan spegilinn og þoldi ekki það sem ég sá í honum.

Glowie segir að það séu allir óöruggir með eitthvað og að það sé í góðu lagi.

„Það er algjörlega allt í lagi! Þetta kemur og fer og við þurfum bara að finna okkar leiðir til að vinna úr þessu með okkur sjálfum. Þetta óöryggi kemur ekki af ástæðulausu. Stundum getur verið erfitt að finna ástæðuna fyrir óörygginu, það getur tekið tíma en þess vegna þarftu að gefa því tíma. Ég er núna í ferðalagi sem snýst um að fá líkamssjálfstraustið mitt til baka.“

Hún segir síðan frá því sem hún ætlar að gera til að fá sjálfstraustið sitt aftur.

„Fara í danstíma, hreyfa mig á hverjum morgni, borða MIKIÐ af hollum mat, hugleiða, hrósa líkamanum mínum stanslaust í fimm mínútur á hverjum degi og dansa salsa á nærfötunum mínum á morgnana eins og ég gerði alltaf.“

Glowie segir að lokum að hún sé spennt fyrir framhaldinu.

„Mér líður eins og þetta sé nýtt upphaf og ég get ekki beðið eftir því að þið hlustið á nýju tónlistina sem ég er að vinna í.“

Hér fyrir neðan má sjá Instagram færslu Glowie.

https://www.instagram.com/p/B2ZdF6tAQhl/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“