Fimmtudagur 12.desember 2019
Fókus

Fóðra, moka, kemba og knúsa

Íris Hauksdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitabærinn Hraðastaðir nýtur sívaxandi vinsælda en hann er staðsettur rétt fyrir utan borgarmörkin eða við Mosfellsdal. Undanfarin ár hefur starfsemi bæarins breyst mikið en í dag er þar starfræktur húsdýragarður, hestaleiga, gisting auk sumarnámskeiða sem heimasæturnar Linda og Sara stýra fyrir káta krakka.

Síðastliðin sex ár hafa systurnar Linda og Sara staðið fyrir svokölluðum sveitasælunámskeiðum ætluðum börnum frá sex ára aldri en námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda. Tildrög þess að sumarnámskeiðin hófu göngu sína var þegar systrunum vantaði sumarvinnu. „Þetta byrjaði allt sumarið 2013 þegar við systur settumst niður með foreldrum okkar, þeim Bjarna og Nínu og veltum upp hugmyndum að sniðugri sumarvinnu. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri kjörið tækifæri að stofna húsdýragarð, þar sem öll dýrin voru þegar til staðar. Foreldrar okkar hafa tekið á móti leikskóla og skólahópum á vorin síðastliðin sautján ár svo hugmyndin féll strax í góðan jarðveg,” segir Linda og heldur áfram. „Sama fjölskylda hefur búið hér á Hraðastöðum frá árinu 1851 en í dag hefur starfsemin breyst töluvert frá því að vera eingöngu sveitabær yfir í húsdýragarð, hestaleigu, sveitasælunámskeið og svo bjóðum við líka upp á gistingu.”

Systurnar segjast báðar finna fyrir mikilli aukningu með hverju árinu fyrir vinsældum sumarnámskeiðanna. Að þessu sinni grípur Sara fyrst orðið: „Viðtökurnar voru strax mjög góðar, en við finnum fyrir auknum áhuga með hverju árinu. Flestum krökkum finnst spennandi að fá að kynnast húsdýrunum og hjálpa til við umönnun dýranna, sitja á hestbaki og taka þátt í öðrum verkum sem fylgja því að búa á sveitabæ.”

Námskeiðin standa yfir í þrjár klukkustundir, fimm daga í senn en algengt sé að krakkar komi á fleiri en eitt námskeið yfir sumartímann. Linda ítrekar mikilvægi þess að börnin læri að meðhöndla dýrin rétt frá fyrstu kynnum. „Krakkarnir fá strax leiðsögn í því hvernig best sé að halda á smádýrunum en við erum bæði með kanínur og kettlinga ásamt stærri dýrum. Auk þess læra þau að fóðra öll dýrin, moka undan þeim og kemba hestunum.

Krakkarnir fá jafnframt góðan tíma á hverjum degi til að vera saman og halda á dýrunum og fara í leiki ef þeir vilja. Hvert barn fær að fara tvisvar á hestbak á hverju námskeiði. Að okkar mati er þetta góð upplifun fyrir krakkana og fá þeir að kynnast allskyns dýrum og sveitalífinu ásamt því að eignast nýja vini. Við tökum fullt af myndum fyrir foreldrana auðvitað með leyfi þeirra og birtum þær inná facebook síðunni okkar og instagram undir notendanafninu hradastadir.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taktu þátt í kosningunni á manni ársins

Taktu þátt í kosningunni á manni ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smiðsþokki menningarvitans

Smiðsþokki menningarvitans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“