Rapparinn Emmsjé Gauti bætti enn einu flúri í safnið í vikunni á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í miðbæ Reykjavíkur.
Emmsjé Gauti fékk sér vatnslita kött á fótlegginn og var það húðflúrmeistarinn Noemi Sorrentino sem sá um að flúra rapparann.
Tónlistarmaðurinn knái er tíður gestur á Reykjavík Ink en í þetta sinn var rapparinn Króli honum til halds og traust og huggaði vin sinn í flúrinu.