fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Kamilla vann: Hér getur þú lesið bestu kynlífslýsingu ársins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 31. mars 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamilla Einarsdóttir hlaut Rauðu hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2018 í íslenskum bókmenntum. Viðurkenningin var veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma sl. laugardag. Þetta var í fjórtánda sinn sem viðurkenningin er veitt.

Lýsing Kamillu birtist í bók hennar Kópavogskrónika – til dóttur minnar með ást og steiktum og hljóðar svo:

„Við skutluðum ljóðavini okkar heim og lögðum svo bílnum og ég saug á honum typpið. Það gekk vel en eftir á fékk ég smá móral. Fannst þetta skyndilega eitthvað svo smáborgaralegt. Að sjúga svona typpið á kapítalista í smábíl í Grafarvogi. En svo sá ég að smá brundur hafi klínst í pilsið mitt og það minnti mig á Með ský í buxum eftir Mayakovskí svo mér leið aðeins betur.“

Á meðfylgjandi mynd, sem öllum er heimilt að nota, sést þegar Lárus Blöndal afhendir Kamillu  Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir kynlífslýsingu ársins 2018.

Fyrri hrafnsfjaðrarhafar eru Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur 2006, Elísabet Jökulsdóttir fyrir Heilræði lásasmiðsins 2007, Hermann Stefánsson fyrir Algleymi 2008, Steinar Bragi fyrir Himininn yfir Þingvöllum, 2009, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson, Megas, fyrir Dag kvennanna – ástarsögu 2010, Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðasafnið Kanil 2011, Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Undantekninguna 2012, Sjón fyrir Mánastein 2013, Soffía Bjarnadóttir fyrir Segulskekkju 2014, Bergsveinn Birgisson fyrir Geirmundar sögu heljarskinns 2015, Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir örsagnasafnið Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur 2016 og Þórarinn Leifsson fyrir skáldsöguna Kaldakol 2017.

Þess má geta að Kamilla er dóttir Einars Kárasona rithöfundar og systir Júlíu Margrétar Einarsdóttur, sem einnig er rithöfundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum