fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 19:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Sigurvinsson er 21 ára gamall knattspyrnumaður. Í sumar sem leið lenti hann í hörðum árekstri við Rauðhóla. Hann vaknaði úr dái efti tvo daga á spítala og gat ekki hreyft sig. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2.

„Ég var mjög lyfjaður og sársaukinn var mikill,“ sagði Aron í vitali við Stöð 2. Kom í ljós að hann var tvíbrotinn á hálsi eða efst á hryggjarliðnum. Slíkt brot veldur líkum á dauða eða lömun.

Aron var á gjörgæslu í 10 daga og síðan á göngudeild í 5 vikur. Á þeim tíma segist hann hafa byrjað að átta sig á alvarleika málsins en hann hafði áður hugsað með sér að þetta væri ekkert svo alvarlegt. Hann varð fyrir máttminnkun vinstra megin í líkamanum og óttaðist að verða lamaður fyrir lífsstíl. En sem betur fer var það ástand tímabundið. Óvíst er ennþá hvort Aron getur spilað fótbolta aftur en endurhæfing hans gengur vel.

Annað áfall: Krabbamein

Á spítalanum fannst bólginn eitill og rannsókn á sýni leiddi í ljós að Aron var með eitlakrabbamein. Hafði hann líklega verið með krabbameinið í langan tíma en það greindist vegna slyssins. Þegar honum var tilkynnt þetta kom læknirinn þungbúinn inn til hans og nær öll fjölskylda Arons með honum. Fólkið umkringdi rúm Arons á meðan læknirinn færði honum tíðindin:

„Ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þetta inn. Ég gjörsamlega fraus, starði bara út í loftið og sagði ekki orð. Læknirinn hélt áfram að tala en ég datt út,“ segir Aron en það var óraunveruleg upplifun að lenda fyrst í alvarlegu slysi og fá í kjölfarið þær fréttir að hann væri með krabbamein.

Aron segist hafa verið dofinn í nokkra daga en svo áttaði hann á sig að það hjálpaði honum ekki að velta sér upp úr þessu. Þess í stað fór hann að einbeita sér að meðferðinni. Við tók mikil og ströng endurhæfing eftir slysið og þegar Aron var byrjaður að ná sér eftir það fór hann í aðgerð vegna krabbameinsins. Núna tekur við lyfjameðferð.

„Svona lífsreynsla breytir manni fyrir lífstíð og maður lærir að meta litlu hlutina. Viðhorfið til verkefnisins skiptir öllu máli ef vel á að ganga. Mikilvægt er að virkja keppnisskapið, setja sér markmið og brjóta það niður í minni markmið. Aðalmarkmiðið er að ná sér heilum – að verða ég aftur,“ segir Aron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“