fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Ráðherra segir Dóra vera biðja um að vera skallaður – Segist svæfa börnin á tveimur mínútum

Fókus
Föstudaginn 8. nóvember 2019 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson, dramatúrgur og rappari, betur þekktur sem Dóri DNA, hefur líklega aldrei verið eins ögrandi og þegar hann fullyrt í gær að hann svæfði börnin sín á mettíma. Á Twitter segir Dóri að hann eyði aldrei lengri tíma en um tveimur mínútum í að svæfa krakkana. „Ég á þrjú börn. Eftir 9 mánaða aldur hef ég aldrei þurft að eyða meira en 2 mínútum í að svæfa neitt þeirra,“ skrifaði Dóri í gær.

Þetta tíst hefur vakið talsverð viðbrögð en margir trúa þessu ekki meðan aðrir biðja hann um að kenna sér tæknina. Sprelligosinn Ari Eldjárn skrifar til að mynda: „2,5 klst í gær. Á mánuði = 70 klst. Öskur trúðsins í nóttinni.“

Sagnfræðingur geðþekki Stefán Pálsson skrifar svo: „Ókey. En það er samt ekki mælt með að nóta Jägermaster á þennan hátt.“ Kristján Guy Burgess, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir að hann verði að kenna fólki aðferðir sínar. „Nú hættir þú þessu skálda- rappara- uppistandsrugli og ferð hringferð um landið með Herdísi Storgaard og kennir uppeldi og slysavarnir ungra barna,“ skrifar Kristján.

Pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson telur sig sjá í gegnum hann og gerir ráð fyrir að kona Dóra svæfi börnin. „Heldur ekki. Þau sofna sjálf. Hafa alltaf gert.“ Annar maður segir þetta bull hjá Dóra og því svarar hann: „Bara uppeldi. Nú ferð þú að sofa..eitt lag sungið. Bæ bæ“ og svo bætir hann við: „Kyssi góða nótt og goner“.

Kona nokkur spyr hvernig það hafi gengið að færa börnin úr rimlarúmi yfir í venjulegt. Það var ekkert mál hjá Dóra. „Öll í venjulegu. Skiptum með Flosa fyrir mánuði. Hefur vaknað einu sinni a golfinu en alltaf beint að sofa og sofnar strax.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra á þó tvímælalaust bestu athugasemdina við stóryrði Dóra: „Næhæs! Það er samt smá eins og þú sért að biðja um að vera skallaður af buguðu foreldri á morgun. En þá bara: eitt lag sungið, bæ bæ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““