fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Pétur Jóhann rifjar upp þegar þeir borguðu unglingsstúlku fyrir sleik: „Þetta er það óþægilegasta sem ég hef gert“

Fókus
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 09:58

Pétur Jóhann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Grínarinn, leikarinn og handritshöfundurinn Pétur Jóhann Sigfússon er nýjasti gestur Egils Ploder í Burning Questions hjá Áttan Miðlar. Í þættinum svarar Pétur nokkrum erfiðum spurningum og uppljóstrar ýmislegu, eins og hvað sé það heimskulegasta sem hann hefur gert.

Pétur segir að það heimskulegasta sem hann hefur gert í lífinu er að öllum líkindum að gróðursetja njólu með þáverandi yfirmanni sínum sem stóð í nágrannaerjum. Pétur segist hafa hálfpartinn verið þvingaður í aðstæðurnar.

„Hann sagði við mig: „Ég þarf að fá þig og nokkra hér í smá verkefni,“ og við fórum og gróðursettum alveg gríðarlegt magn af njóla í, því hann vildi fara í taugarnar á nágranna sínum,“ segir Pétur Jóhann.

„En allavega, þetta er án efa það heimskulegasta sem ég hef gert, að gróðursetja njóla. Því þú þarft ekki að gróðursetja njóla, hann er alls staðar og gróðursetur sig sjálfur.“

Sleik við unglingsstúlku

Þá kemur spurningin um það óþægilegasta sem hann hefur upplifað á ferlinum.

„Ég hef oft talað um þetta, það er að fara upp á Akranes og fara í sleik við unga stúlku með Audda og Sveppa. Ég hef talað um þetta víðsvegar, þetta er það óþægilegasta sem ég hef gert,“ segir Pétur Jóhann.

„Við gerðum þennan dagskrárlið, Allt fyrir aurinn, í samstarfi með banka. Fengum pening hjá bankanum og fórum með hann út í samfélagið og fundum eitthvað saklaust fólk og spurðum hvort þau væru tilbúin að gera hitt og þetta gegn því að við myndum borga þeim pening.“

Pétur Jóhann segir að þeir hafi meðal annars borgað strák fyrir að snoða hann.

„Og þessa hugmynd fengum við að fara á Akranes í Fjölbrautaskólann þar og stóðum upp á sviði í matarhléi, matsalurinn stappaður af nemendum, þeir tveir með míkrafóna: „Er einhver hérna inni sem er tilbúin að fara í sleik við Pétur Jóhann fyrir 20 þúsund kall?“ Enginn rétti upp hönd, 25 þúsund kall? Enginn rétti upp hönd. 30? Og svona gekk þetta og við vorum kominn upp í 60-70 þúsund kall. Þá var einhver stelpa sem rétti upp hönd. „Ég er til.“ Ókei. Hún kemur upp á svið, sleikur er framkvæmdur, hún fær peninginn og við förum heim,“ segir Pétur Jóhann.

„Þarna var ég 35-36 ára. Hún hefur verið tvítug, kannski bara átján ára. Þetta er bara það skrýtnasta, óþægilegasta og það eru allar þessar tilfinningar sem hrannast upp. Og þær gerðu það eftir á,“ segir Pétur Jóhann og spyr sig af hverju engar efasemdir um þetta hafi vaknað á leiðinni á Akranes.

„Ég man þetta bara eins og þetta hafi gerst í gær.“

Horfðu á Pétur Jóhann segja frá þessu í myndbandinu hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B4zy39Wg8Jn/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu