fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Bryndís Líf svarar fyrir sig – Líkt við klámstjörnu: „Ekki hafa áhyggjur af því sem ég er að gera“

Fókus
Miðvikudaginn 9. október 2019 10:38

Bryndís Líf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Claessen, framkvæmdastjóri Dans og Kúltúr, gagnrýndi fyrirsætuna Bryndísi Líf harðlega í gær.

Bryndís Líf nýtur mikilla vinsælda á Instagram og hefur vakið athygli fyrir að birta djarfar myndir. Vinsældir hennar hafa farið hratt vaxandi. Í dag er hún með rúmlega 25 þúsund fylgjendur á miðlinum. Þegar DV tók viðtal við hana í ágúst var hún með 17 þúsund fylgjendur.

Eins og fyrr segir hefur Bryndís Líf vakið mikla athygli fyrir að birta djarfar myndir af sér og fer það ekki vel í alla. Anna gagnrýndi hana harðlega í gær og líkti meðal annars Bryndísi við klámstjörnu.

„Flott hjá henni að hafa hugrekki að sýna sig eins og hún er. En aftur á móti lítur það líka út alveg eins og Instagram klámmyndastjarnanna.  Fara þá ekki allir að sýna líkamann sinn og Instagram verður líkara Pornhub?,“ sagði Anna.

Anna spurði hvers konar áhrifavaldur Bryndís Líf væri. „Hún má auðvitað gera það sem hún vill á sínum instagram reikning. En hann er opinn. Aðrir fylgja henni. Fréttamiðlar deila efni hennar og hún verður áhrifavaldur. Hvernig myndi henni líða ef litla systir eða frænka myndi deila svona efni af líkama þeirra? Verra, hvernig er talað við hana á Tinder eða á djamminu? Missir hún virðingu? Eða fær hún fleiri tækifæri“

Bryndís Líf hefur lítið tjáð sig um gagnrýnina en birti mynd af grein DV um gagnrýnina í Instagram Story og skrifaði: „Ísland getur ekki höndlað mig“ með hlátur-tjákni. Hún deildi síðan nýrri mynd og bað fylgjendur um að lesa textann með myndinni.

https://www.instagram.com/p/B3XpoD6A1s1/

„Ekki hafa áhyggjur af því sem ég er að gera. Hafðu áhyggjur af hverju þú hefur áhyggjur af því sem ég er að gera,“ skrifaði Bryndís Líf með myndinni og er líklegast að vísa í gagnrýni Önnu.

„Það er eins og [nekt] sé tabú hérna á Íslandi að mínu mati. Eins og þetta sé eitthvað nýtt. En ég fylgi alveg áhrifavöldum að utan og þá er þetta bara fullkomlega eðlilegt, kannski af því að þar er heitara, ég veit ekki. En mér finnst þetta svona „free-spirited“ dæmi, að láta ekki einhvern annan hefta mig því þeim finnst þetta ekki í lagi,“ sagði Bryndís Líf í viðtali við DV í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Í gær

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti