Sunnudagur 23.febrúar 2020
Fókus

Alma ofsótt af eltihrelli í átta ár: „Í miðju taugaáfalli ertu ekki í tengingu við raunveruleikann“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 5. október 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Dögg Torfadóttir hefur þurft að þola stöðugt áreiti af hendi eltihrells í um átta ára skeið. Þrátt fyrir síendurtekin afskipti lögreglu, nálgunarbönn og vistanir á geðdeild heldur maðurinn uppteknum hætti. Hún hefur nú flúið land. „Ég get ekki lýst því hversu erfitt það er að vera stöðugt að líta um öxl. Dagurinn byrjar með kvíðahnút því ég er svo hrædd um að skilja son minn eftir á leikskólanum. Eins get ég ekki verið í margmenni og á mjög erfitt með svefn. Í byrjun þessa árs fékk ég svo fyrsta alvöru taugaáfallið. Ég hafði þá ekkert sofið í þrjá sólarhringa.

Ég var komin með svefnrofalömun sem lýsir sér þannig að maður vaknar og upplifir sig alveg lamaða.

Mér fannst ég alltaf heyra fótatak og tilfinningin sem hellist yfir er, „ég get ekki varið barnið mitt“. Ég vissi að hann var alltaf í kringum mig, hann hékk í stigaganginum á næturna og sendi mér stöðug skilaboð.“

Alma segist þó ekki hafa gert sér grein fyrir að um taugaáfall væri að ræða en hún endaði á bráðamóttöku með morfín í æð. „Ég fann svo hræðilega til í öllum líkamanum og læknarnir sendu mig í heilaskanna. Ég var með svo rosalegar bólgur. Þetta lýsir sér í raun eins og ofsakvíðakast, maður grætur bara og skilur ekki afhverju maður er að gráta. Ég hef verið á kvíðastillandi lyfjum síðan 2015 og því fannst mér óskiljanlegt að ég væri að fá svona stórt kvíðakast en í miðju taugaáfalli ertu ekki í neinni tengingu við raunveruleikann.“

Að endingu var Alma send í veikindarleyfi frá vinnu og sér hún ekki fram á að verða hæf til vinnu í náinni framtíð. Hún hefur nú flúið land ásamt syni sínum og gefur af augljósum ástæðum ekki upp núverandi búsetustað sinn. „Ég er svo andlega búin á því að ég get ekki unnið. Síðustu mánuðir hafa verið mjög erfiðir en eftir átta ár að reyna hjálpa honum ætti ég kannski frekar að fara hugsa um sjálfan mig.

Eflaust þarf ég að fara í gegnum aðra áfallahjálp til að reyna laga það að vera ekki meðvirk með eltihrellinum mínum.

Með því að stíga fram og segja sögu mína langar mig að aðstoða stelpur í svipuðum sporum. Ég veit hvaða skref þarf að taka og hvernig útbúa skuli skýrslur því þetta er allt sem maður þarf að standa í sjálfur. Þetta er eitthvað sem ég brenn fyrir og í framtíðinni mun ég nýta þessa reynslu til að hjálpa öðrum.“

Þetta er aðeins brot úr viðtalinu en það má lesa í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægur leikari tjáir sig um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum: „Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt“

Frægur leikari tjáir sig um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum: „Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð