fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Björgvin Páll lýsir andlegu niðurbroti – „Ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. október 2019 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Páll Gústafsson, einn frægasti handknattleiksmarkvörður Íslendinga, fyrr og síðar, lýsir andlegu og líkamlegu niðurbroti sínu í Facebook-færslu núna í morgun. Vísar hann þar til atviks um nótt, hinn 21. janúar á þessu ári, eftir tapleik Íslendinga gegn Frökkum á HM.

Björgvin Páll er þekktur fyrir mjög líflega framgöngu í markinu og stundum er eins og renni á hann æði – sérstaklega þegar honum gengur vel. Í færslunni segist hann hafa búið til brjálaðan karakter til að flýja andleg og líkamleg vandamál sín.

Stjarna Björgvin Páls, sem auk þess að standa í landsliðsmarkinu hefur verið atvinnumaður erlendis árum saman, reis líklega hæst á Ólympíuleikunum í Bejing árið 2008 þegar handboltalandsliðið vann silfurverðlaun. Frammistaða hans með landsliðinu síðan þá hefur stundum vakið gagnrýni og fyrr á þessu ári missti hann landsliðssæti sitt.

Færsla Björgvins Páls er eftirfarandi:

„Klukkan er tvö eftir miðnætti hinn 21. janúar 2019 og ég sit á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. Í kvöld tapaði íslenska handboltalandsliðið fyrir Frökkum á HM. Það er nánast enginn á ferli fyrir utan mig, enda niðdimmt, mið nótt og hávetur. Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana. Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. En hvernig komst ég hingað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát