fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Tvær reiðhjólaverslanir undir sama þaki – Götuhjól kaupir Berlin

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Götuhjól hefur keypt rekstur Reiðhjólaverzluninar Berlin frá og með 1. janúar og munu bæði fyrirtækin verða rekin undir eignarhaldi Amazingtask ehf. segir í tilkynningu frá Götuhjól.

Reiðhjólaverzlunin Berlin opnaði á nýjum stað þann 3. janúar í Ármúla 4.

Reiðhjólaverzlunin Berlin skapaði sér nafn sem reiðhjólaverslun með meiru sem sérhæfir sig í klassískum hjólum, vönduðum fylgihlutum og fullt af öðrum fallegum vörum sem henta til daglegs brúks. Verslunin var opnuð árið 2012 á Snorrabraut, flutti að Geirsgötu árið 2015 og er núna komin í Ármúla 4. Reiðhjólaverzlunin Berlin hefur boðið upp á hjólamerkin Reid, Pashley, Achielle, Viva og sítt eigið reiðhjólamerki Berlin.

Götuhjól er sérfræðingur í að selja reiðhjól og aukahluti á netinu. Markmið Götuhjóls er að bjóða upp á einföld, einstök og skemmtileg reiðhjól. Götuhjól opnaði vefverslun 7. janúar 2017 og verslun var opnuð þann 22. apríl 2017 í Ármúla 4. Fyrsta hjólamerkið hjá Götuhjól var Pure Cycles og svo hefur Götuhjól bætt fjölda af þekktum og traustum hjólamerkjum við sig, til dæmis Cinelli, Ridley, Pelago, Schindelhauer, Genesis, Marin, Fatback, Ridgeback og Biomega.

Markmið fyrirtækjanna verður að bjóða upp á reiðhjól, fylgihluti og aukahluti fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga sem gjarnan nota reiðhjólið til hversdagslega ferða eða til lengri ferðalaga. Reiðhjólaverkstæði verður starfrækt á staðnum.

Við viljum bjóða upp á einföld, einstök og skemmtileg hjól fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga. Haldið verður í gömul og góð gildi: gæði, virðingu og fágun. Þessi gildi okkar eru leiðarljós sem munu endurspegla vörur, þjónustu og kultur verslananna.

Opnunartími er þriðjudag til föstudag frá klukkan 14 til 19 og laugardaga frá 12 til 17.

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025