fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Lifum lengur – Helga Arnardóttir fjallar um heilsu á mannamáli

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lifum lengur, er nafn átta heimildarsjónvarpsþátta í umsjón Helgu Arnardóttur sjónvarpskonu sem verða frumsýndir hjá Sjónvarpi Símans Premium á þriðjudaginn, 22. janúar, – öll þáttaröðin á sama tíma og fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá um kvöldið klukkan 20.30. Vísindalegir heimildaþættir um heilsu á mannamáli. 

Þættirnir fjalla um heilsu á mannamáli út frá vísindalegu sjónarhorni og rætt er við fjölmargra sérfræðinga þar á meðal dr. Chatterjee Rangan sem er breskur heimilislæknir og metsöluhöfundur. Hann hefur skrifað og fjallað töluvert um fjóra þætti heilsu sem skiptir lykilmáli að halda í góðu horfi til að sporna gegn myndun alvarlegra og þekktra lífstílssjúkdóma sem herja á vestræn samfélög í dag.

Þessir átta þættir samanstanda af svefni, næringu, hreyfingu og andlegri heilsu og verða tveir sjónvarpsþættir helgaðir hverjum heilsufarsþætti. Þá verða vísindamenn, læknar, næringafræðingar, sameindalíffræðingar, sérfræðingar á sviði svefns, hreyfingar og andlegrar heilsu viðmælendur þáttarins en einnig venjulegt fólk sem glímir við ýmis vandamál sem tengjast hverjum heilsufarsþætti sem til umfjölllunar er. Einnig eru unnar óvísindalegar sjónvarpstilraunir undir leiðsögn sérfræðinga fyrir þættina þar sem fjallað verður um hvernig breyting á mataræði, aukin hreyfing og fleira getur gerbreytt heilsu fólks á skömmum tíma.

Fókus mun í vikunni birta atriði úr þáttunum svo endilega fylgist með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinbera dánarorsök Diane Keaton

Opinbera dánarorsök Diane Keaton
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust

Þú ert að geyma tómatsósuna þína vitlaust