fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Sunna sá auglýsingu frá fyrirtæki sem selur megrunaraðgerðir á Facebook – Þetta er ástæðan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. september 2019 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefurðu stundum spáð í það af hverju þú sérð nákvæmlega þær auglýsingar sem þú sérð á samfélagsmiðlum? Við vitum að það er einhverskonar algóritmi sem sér um þetta, við sjáum auglýsingar út frá upplýsingunum sem við deilum um okkur á samfélagsmiðlum og hvað við gerum, hvert við förum, hvern við tölum við og svo framvegis.

Fjöldi íslenskra fyrirtækja auglýsir á Facebook og velja þau oft markhópinn út frá til dæmis aldri, búsetu og kyni. En sum fyrirtæki velja út frá hvað fólk gerir á Facebook, eins og hvaða síður fólk líkar við.

Plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Sunna Ben vakti athygli á ástæðunni fyrir því að hún væri að sjá auglýsingar frá Megrunaraðgerðir með Medical Travel á Facebook.

Ástæðan var að hún hafi líkað við Facebook-síðu Street Food. „Þetta er svo siiiiiick batterí,“ skrifar Sunna Ben með tístinu.

Í skýringunni sem Sunna Ben fékk frá Facebook stóð: „Ein ástæðan fyrir því að þú sérð þessa auglýsingu er að Megrunaraðgerðir með Medical Travel – Maria vilja ná til fólks sem hafa áhuga á Street Food, byggt á virkni þinni á Facebook, eins og að líka við síður eða ýta á auglýsingar.“

Mynd: Skjáskot/Twitter @sunnaben

Þú getur alltaf séð af hverju þú sérð hverja auglýsingu fyrir sig með því að ýta á þrjá punktana efst til hægri hjá auglýsingunni. Þar velur þú „Af hverju sé ég þessa auglýsingu?“ eða ef þú ert með Facebook stillt á ensku „Why am I seeing this ad?“

Rauður hringur er utan um punktana þrjá sem þú smellir á og velur svo „Af hverju sé ég þessa auglýsingu?“

DV hafði samband við Megrunaraðgerðir með Medical Travel – Maria á Facebook og spurðist fyrir um hvaða markhópa þau væru að auglýsa til og hvort fólk sem líkaði við aðra matarstaði væri líka markhópur hjá þeim.

„Þau áhugaefni sem fókusað er á eru valin með það að markmiði að ná til okkar markhóps  frekar en að senda á alla notendur Facebook. Sumum líkar að fá upp auglýsingar en öðrum ekki. En svona virkar Facebook. Það er erfitt að komast hjá því að auglýsingar dúkki upp hjá einstaklingum sem eru utan okkar markhóps. Við vonum að fólk sem sér auglýsingu frá okkur sé ekki að taka því persónulega á neikvæðan hátt og ég held að það sé möguleiki að blokka okkur í þeim tilvikum svo það hætti að fá auglýsingar frá okkur,“ segir forsvarsmaður Megrunaraðgerða Medical Travel við DV.

Hvað segja lesendur um málið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen