fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Kolfinna vaknaði við öskur í Magnusi: „Ég vissi ekkert hvað væri í gangi í raunninni því hann gat ekkert tjáð sig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolfinna Mist Austfjörð, 22 ára, tekur þátt í Miss Universe Iceland næstkomandi laugardagskvöld. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kolfinna Mist gengið í gegnum mikla erfiðleika en kærasti hennar, Magnus Olsen Wærness, var greindur með krabbamein í fyrra. Hún segir frá því í viðtali við Vikuna.

Kolfinna Mist kynntist Magnusi Olsen  í byrjun árs 2015. Þau kynntust í gegnum tónlistina sem hefur spilað stórt hlutverk í lífi Kolfinnu síðan hún var barn. Magnus er bæði leikari og tónlistarmaður.

„Við urðum svo bara alveg rosalega ástfangin og trúlofuðum okkur nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst,“ segir Kolfinna Mist við Vikuna.

https://www.instagram.com/p/B06d9UogdLI/

Í júní í fyrra umturnaðist veröld parsins. Þau voru heima og Kolfinna var að leggja sig fyrir næturvakt.

„Ég vaknaði svo bara við öskur í honum og hljóp fram. Þá lá hann á eldhúsgólfinu; hann hafði fengið flogakast. Önnur höndin á honum hafði lent ofan í sjóðheitri olíunni á pönnunni og hann bæði brenndist og fingurbrotnaði við fallið. Ég vissi ekkert hvað væri í gangi í rauninni því hann gat ekkert tjáð sig. Ég hringdi á sjúkrabíl, sem kom til allrar hamingju fljótlega á staðinn, eða sex mínútum síðar, og Magnus var fluttur á sjúkrahús. Ég fór með honum og auðvitað var þetta mikið sjokk en ég náði samt að halda ró minni,“ segir Kolfinna Mist.

Í ljós kom að Magnus væri með æxli í höfðinu. Þegar æxlið var fjarlægt, sem var talið góðkynja í fyrstu, kom í ljós að það væri illkynja og á þriðja stigi.

„Þannig að þetta var töluvert alvarlegra en talið var í fyrstu. Læknarnir sögðu líklegt að æxlið væri búið að vera að vaxa í fimmtán til tuttugu ár. Þar að auki sögðu þeir að þessi tegund væri mjög óalgeng hjá fólki undir 45 ára, en Magnus var 31 árs þegar æxlið uppgötvaðist,“ segir Kolfinna Mist við Vikuna og bætir við að með flogakastinu hafi líkaminn verið að láta vita af æxlinu.

https://www.instagram.com/p/ByazwUKAbxL/

Magnus þurfti að vera vakandi á meðan aðgerðinni stóð í einn og hálfan klukkutíma, og náðu læknarnir öllu æxlinu.

„Sem er auðvitað bara ótrúlegt og sýnir hvað hann Magnus er magnaður,“ segir Kolfinna Mist.

En þar sem æxlið var illkynja og á þriðja stigi þá mun Magnus aldrei vera fullkomlega laus við krabbameinið. Hann fór í geislameðferð og er nú á tíunda mánuði af tólf í lyfjameðferð.

„Við erum harðákveðin í að tækla þetta eins og verkefni sem okkur var úthlutað í lífinu; það er ekkert sem við getum gert til að breyta því svo eini möguleikinn er að lifa með þessu og láta þetta ekki buga okkur. Við höfum líka verið dugleg að halda í húmorinn og reyna að sjá broslegu hliðarnar á þessu öllu saman. Það hjálpar að hlæja.“

https://www.instagram.com/p/Byf7TEjg0ZV/

Kolfinna Mist er að keppa í Miss Universe Iceland sem fer fram næstkomandi laugardag í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Hún segir langþráðan draum rætast að keppa á laugardaginn en það má segja að fegurðarsamkeppnir séu henni í blóð bornar. Frænka hennar, Linda Pétursdóttir, var kjörin Ungfrú heimur árið 1988.

„Ég hef alltaf litið upp til Lindu; hún er bæði alveg yndisleg manneskja og svo er hún ótrúlega dugleg. Hún hefur reynst mér vel í undirbúningnum fyrir keppnna og svarar mér alltaf þegar ég þarf einhverja hjálp,“ segir Kolfinna Mist.

Lestu allt viðtalið við Kolfinnu Mist í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“