fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

5 íslensk lög sem ungmenni eiga alls ekki að hlusta á

Fókus
Föstudaginn 30. ágúst 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af fréttum vikunnar var að Bjarnheiður Halldórsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var langt frá því sátt við flutning tónlistarmannsins Auðar á laginu Freðinn á Menningarnótt. Með laginu fannst Bjarnheiði Auður gera vímuástand eftirsóknarvert fyrir börn og ungmenni. Því er ráð að bæta í sarpinn fimm lögum sem ungmenni ættu alls ekki að hlusta á ef marka má rök Bjarnheiðar.

Sandalar

Það getur varla verið hollt fyrir börnin að hlusta á Ladda syngja um að teiga bjór úr líterskrús, fara á nektarsýningu af bestu gerð og djamma og djúsa á Spáni. Það hlýtur að stefna þeim beint í syndina í Sódómu.

Rómeó og Júlía

Það væri sama sem dauðadómur fyrir óskabörn þjóðarinnar að setja þetta lag, sem margir telja besta lag Bubba, á fóninn. Lag um dópista sem lepja dauðann úr skel og eiga sér ekki viðreisnar von, sem endar með sorglegum örlögum Rómeós inni á óþekktum bar.

Blindfullur

Það er ekki beysin fyrirmyndin sem birtist í laginu Blindfullur með Stuðmönnum – drekkur sig blindfullan og vitlausan og er svo út úr heiminum að hann þarf að styðja sig við staur til að halda haus. Hann kemst meira að segja í kast við lögin út af áfengisvímunni.

Viltu dick?

„Drekk burt ógleðina með flösku af rommi sem var send hingað,“ er ein af fyrstu línunum í þessu lagi rapparans Erps Eyvindssonar, eða Blaz Roca. Áfengi er reyndar mikið yrkisefni Erps, þá sérstaklega romm, en seinna í Viltu dick? heldur hann áfram í áfengisvímunni: „Ég vil ekki vinna ég vil bara drekka drykk. Og slæda uppá frænku og segja: „bitch viltu dick?’““

Spilavítið

Í þessu lagi rappar Gísli Pálmi um að flýja raunveruleikann í faðm fíkniefnanna, en að sama skapi að það sé hættulegur leikur. Hann endar svo á línunum: „Sjáðu, ég er svo fuckin háður. Þarf alltaf að vera undir einhverjum áhrifum. Kalt í mínum æðum. Útúrsveittar sængur. Lyfjakassinn tæmdur. Klósett fullt af ælu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“
Fókus
Í gær

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur

Hvað gerist í líkamanum ári eftir að manneskja hættir á Ozempic? – Niðurstöður rannsóknar skellur fyrir notendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann