fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Patrekur Jaime blæs á kjaftasögurnar: „Allt sem ég geri verður að skandal“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2019 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Patrekur Jaime nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Hann lýsir sér sjálfum sem nítján ára, samkynhneigðum strák á Íslandi sem fór út í samfélagsmiðla.

Patrekur er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókuss og ræðir um æskuna, kynhneigð, orðróm, andlega heilsu og samfélagsmiðla.

https://www.instagram.com/p/B1HYS8XAXe0/

Sögusagnir um dópneyslu

Það getur tekið á að vera áberandi á samfélagsmiðlum og kljást við athyglina sem því fylgir. Sögusagnir eru Patreki kunnugar og allra helst sá orðrómur að hann sé í dópneyslu.

„Þetta byrjaði í MA, þá heyrði ég það fyrst, að ég væri í spíttneyslu. Ég hef aldrei tekið spítt og hræðist fíkniefni. Ég hef viðurkennt það og ég reyki alveg gras af og til, mér finnst það smá eins og að drekka. Ég fíla það meira en að drekka. Ég var orðin svo mikil djammskvísa á tímabili, þar sem ég var alltaf að drekka allar helgar, djammaði allar helgar, þetta var orðið að rútínu með vinahópnum. Ég nennti því ekki lengur og byrjaði að reykja gras af og til í stað þess að fara niður í bæ og drekka. Mér finnst það miklu meira næs, en fólk fór þá að ýkja eins og ég væri í einhverjum skelfilegum fíkniefnum,“ segir Patrekur.

„Orðrómurinn var orðinn mjög grófur á tímabili. Mamma heyrði af þessu og fjölskylda mín líka. Þá hugsaði ég að þetta væri orðið slæmt ef fjölskylda mín væri að heyra að ég væri í spíttneyslu.“

https://www.instagram.com/p/BzysNXogLFa/

Skrýtnasti orðrómurinn

Aðspurður hver sé skrýtnasti orðrómurinn sem hann hafi heyrt um sig, segir Patrekur það vera orðróminn um að hann væri í raun og veru ekki samkynhneigður.

„Það var alveg orðrómur í smá tíma,“ segir Patrekur og bætir við að hann viti ekki enn í dag á hverju þessi orðrómur byggðist.

„Ég vissi ekki hvað ég átti að segja af því að ég er svo ógeðslega „gay“ að það meikar engan sens. Ég var alveg; hvað meinar fólk! Ég er svo ógeðslega kvenlegur hommi, ég mála mig og geng í kvenmannsfötum. Ef mér finnst ég „hot“ í þeim þá fer ég í þau.“

Þú getur horft á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan eða hlustað á þáttinn á Spotify, Podcast, iTunes og öðrum hlaðvarpsrásum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla