fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 21. júlí 2019 15:30

Stranger Things er eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja serían af Stranger Things datt nýverið inn á efnisveituna Netflix. Í kjölfar velgengni fyrstu tveggja seríanna kom lítið á óvart að þriðja serían hafi slegið áhorfsmet á Netflix, en yfir fjörutíu milljónir heimila streymdu henni á fjórum dögum. Margir óþekktir leikarar hafa fundið frægðina vegna vinsælda þáttanna en launastrúktúr leikaraliðsins skiptist í þrjú þrep – A, B og C.

Samrýmd David og Winona knúsast. Mynd: Getty Images

Winona Ryder (47 ára) og David Harbour (44 ára)

David leikur Jim Hopper og Winona bregður sér í hlutverk Joyce Byers í Stranger Things. Bæði hafa þau fjölbreytta reynslu úr leiklistarheiminum og fá því hæstu launin. David og Winona eru í launaþrepi A og fá í kringum 300 til 350 þúsund dollara fyrir hvern þátt, eða 37 til 44 milljónir króna.

Heildarlaun fyrir seríu 3: 352 milljónir kr. hvort

Stórstjarna Millie Bobby Brown á stórleik í seríunum. Mynd: Getty Images

Millie Bobby Brown (15 ára)

Staða leikkonunnar, sem túlkar hina dularfullu Eleven, er sérstök þar sem hún er talin af mörgum vera aðalsöguhetjan og sá leikari sem hefur hlotið mestu frægðina í kjölfar vinsælda Stranger Things. Hún tilheyrir því launaþrepi A, þótt hún hafi ekki mikla leikreynslu. Millie fær aðeins minna borgað en David og Winona og er áætlað að hún fái greitt um 250 til 300 þúsund dollara fyrir hvern þátt, eða 31 til 37 milljónir króna. Þá semur Millie einnig um laun sín sér, ekki í samfloti við aðra leikara þáttarins.

Heildarlaun fyrir seríu 3: 296 milljónir kr.

Á góðri stundu Leikararnir sem leika vinina fjóra. Mynd: Getty Images

Gaten Matarazzo (16 ára), Caleb McLaughlin (17 ára), Noah Schnapp (14 ára) og Finn Wolfhard (16 ára)

Vinirnir fjórir, Dustin, Lucas, Will og Mike, fengu aðeins þrjátíu þúsund dollara fyrir hvern þátt í fyrstu seríu, eða tæplega fjórar milljónir króna. Þeir fengu hins vegar ríflega launahækkun þegar samið var um þriðju seríu og sitja nú í launaþrepi B og fá hver um sig um þrjátíu milljónir fyrir hvern þátt.

Heildarlaun fyrir seríu 3: 240 milljónir kr. hver

Ástarblossi Þau eru par í alvörunni. Mynd: Getty Images

Natalia Dyer (22 ára) og Charlie Heaton (25 ára)

Natalia leikur Nancy Wheeler og Charlie túlkar Jonathan Byers. Þau eru par í alvörunni og eru bæði í launaþrepi C með 100 til 150 þúsund dollara fyrir hvern þátt, eða tólf til nítján milljónir króna.

Heildarlaun fyrir seríu 3: 152 milljónir kr. hvort

Reffilegur Joe Keery á frumsýningu. Mynd: Getty Images

Joe Keery (27 ára)

Karakterinn sem Joe leikur, Steve Harrington, leikur veigamikið hlutverk í seríu þrjú og því má leiða að því líkur að laun hans hafi hækkað eitthvað síðan sería tvö var tekin upp. Þá var hann í launaþrepi C og fékk tólf til nítján milljónir króna fyrir hvern þátt.

Heildarlaun fyrir seríu 3: 152 milljónir kr.

Sadie Sink (17 ára) og Dacre Montgomery (24 ára)

Leikararnir tveir voru kynntir til sögunnar í seríu tvö og fá nítján milljónir króna fyrir hvern þátt í seríu þrjú.

Heildarlaun fyrir seríu 3: 152 milljónir kr. hvort

Þriðja þáttaröð í hnotskurn

Frumsýning: 4. júlí 2019
Fjöldi þátta: 8
Framleiðsla: Tökur á þriðju seríunni hófust þann 24. maí árið 2018. Meðal helstu tökustaða voru Jackson í Georgíufylki, South Bend-laugin í Atlanta, Starcourt-verslunarmiðstöðin nálægt Duluth í Georgíufylki og á Malibu í Kaliforníu. Tökum lauk þann 12. nóvember sama ár.

https://www.youtube.com/watch?v=XcnHOQ-cHa0

Einkunnir:

Rotten Tomatoes: 89/100
IMDb: 8.9/10
Metacritic: 72/100

10 hlutir sem þú vissir ekki um Stranger Things

1. Fjórtán sjónvarpsstöðvar höfnuðu Stranger Things áður en streymiveitan Netflix sýndi seríunni áhuga og sló til. Líklegt þykir að hinar stöðvarnar hafi stórséð eftir þeirri ákvörðun.

2. Winona Ryder vissi ekkert hvað „streymiveita“ væri – hún er af gamla skólanum og hafði aldrei heyrt talað um Netflix áður fyrr.

3. Talið er að persónan Eleven sé lauslega byggð á E.T. Upphaflega átti Eleven að deyja undir lok fyrstu seríu. Hið sama átti að gerast með persónuna Steve.

4. Eleven á aðeins 42 setningar í allri fyrstu seríunni.

5. Strákunum fjórum sem leika vinina fjóra var oft sagt að hemja vindganginn á setti. Á einum tímapunkti, í miðjum tökum á rútusenu, var umhverfið sagt vera óbærilegt vegna prumpufýlu.

6. Eftir að fyrsta serían sló í gegn fengu framleiðendur ráð frá teyminu á bak við Game of Thrones um hvernig væri best að koma í veg fyrir að upplýsingar um komandi söguþræði myndu leka út.

7. Leikarinn David Harbour var sannfærður um að fyrsta serían myndi aldrei ná neinum vinsældum í ljósi þess að honum þótti hún lítið auglýst fyrir útgáfu.

8. Upprunalegt heiti þáttanna var Montauk og áttu þeir að gerast í Long Island í New York. Síðar kom í ljós kom að það var of erfitt að taka þar upp að vetri til. Einnig er hermt að ýmsar háleynilegar tilraunir hafi átt sér þar stað. Það var á níunda áratugnum og segir sagan að fjölmörgum börnum hafi verið rænt í þágu vísindatilrauna. Þaðan spratt upp hugmyndin að þáttunum.

9. Gaten Matarazzo, sem leikur Dusty, var fyrsti leikarinn sem var ráðinn.

10. Steven Spielberg er sagður vera gífurlegur aðdáandi þáttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“