fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Björk og Karl eignuðust dreng: „Hann er elskaður og dáður af öllum“

Fókus
Fimmtudaginn 9. maí 2019 09:30

Björk og Karl á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björk Eiðsdóttir, ritstýra Glamour og umsjónarkona Lífsins í Fréttablaðinu, og Karl Ægir Karlsson, doktor í taugavísindum og prófessor í Háskólanum í Reykjavík, eignuðust dreng á þriðjudaginn, þann 7. maí.

Snáðinn er fyrsta barn Bjarkar og Karls saman en fyrir á Björk þrjú börn og Karl einnig þrjú. Þessi stóra fjölskylda stækkaði því enn meira í vikunni.

Björk tilkynnir gleðifregnirnar á samfélagsmiðlum og er greinilega í skýjunum með nýjustu viðbótina í fjölskylduna.

Nýbakaðir foreldrar. Mynd: Skjáskot af Instagram @bjorkeids

„Heilbrigður dásemdardrengur heiðraði okkur skötuhjú með komu sinni í heiminn í gær, 7. maí. Hann er elskaður og dáður af öllum; foreldrum og stórum systkinahópi. Bikar okkar er barmafullur!“ skrifar Björk og hamingjuóskum rignir yfir parið.

Fókus óskar Björk, Karli og hinum börnunum sex innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“