fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fókus

Greta Salóme opnar sig inn að kviku: „Ég hef ekki tjáð mig um þessi mál opinberlega fyrr enda viðkvæmt málefni“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 21:00

Greta hefur í nægu að snúast í tónlistinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir prýðir forsíðu nýjasta heftis Vikunnar, þar sem hún opnar sig um ferilinn og einkalífið. Greta hefur verið í sambandi með Elvari Þór Karlssyni í tæp níu ár, en þau trúlofuðu sig í byrjun síðasta árs. Greta ferðast mikið vegna vinnunnar og segir unnustan styðja sig í einu og öllu.

https://www.instagram.com/p/Bt3kGVrAdVF/

„Ég er svo oft spurð að því hvernig kærastinn minn höndli öll þessi ferðalög mín og hvort þetta sé ekki erfitt fyrir sambandið. Það væri algjör lygi ef ég myndi segja að þetta væri alltaf auðvelt. Við, hins vegar, fáum svo sannarlega ekki ógeð hvort á öðru miðað við alla þessa fjarveru. Ég er svo ótrúlega heppin að eiga mann sem hvetur mig endalaust áfram í því sem ég er að gera og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Greta og heldur áfram.

„Hann hlær líka stöðugt að öllu ruglinu sem fylgir þessum lífsstíl og brosir bara þegar ég er að henda úr ferðatösku og pakka í aðra á sama tíma og orðin sein í gigg. Hann er einfaldlega einstakur og gerir mér kleift að lifa á þennan hátt. Hann er sjálfur ótrúlega drífandi og vinnur í fyrirtækjafjárfestingum hjá Íslandsbanka. Ég held ég hafi hreinlega aldrei hitt jafnduglegan og metnaðarfullan einstakling með jafnmikið jafnaðargeð og Elvar Þór og ég hef lært rosalega mikið af honum.“

Forsíða Vikunnar.

Greta er einnig spurð um hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér og hvort þau Elvar hafi leitt hugann að barneignum.

„Ég hef ekki tjáð mig um þessi mál opinberlega fyrr enda viðkvæmt málefni, en það er svo ótrúlega oft sem ég heyri setninguna: ,,Þetta breytist allt saman þegar þú eignast börn,“ og þá er fólk að vísa í þennan hraða lífsstíl sem við lifum, sem og ferðalögin. Auðvitað er það rétt að einhverju leyti og ég held að ef ég eignast börn eigi það að sjálfsögðu eftir að verða það mikilvægasta í lífi mínu.“

Lesa má lengra brot úr viðtalinu við Gretu á mannlif.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Í gær

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Draumur Siggu Ózk rættist – „Ég hafði bara tvær vikur til að gera allt“

Draumur Siggu Ózk rættist – „Ég hafði bara tvær vikur til að gera allt“