fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Fókus

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Hjörleifsdóttir

134 bls.

Forlagið 2019

Kvika er fyrsta bók Þóru Hjörleifsdóttur, bók sem lætur lítið fara fyrir sér í hillu bókaverslana. Kápan er ekki áberandi, þó hún sé falleg, kiljan er lítil, þunn og létt í hendi. En hér sannast það sem máltækið segir að ekki skal dæma bókina eftir kápunni, því Kvika er bók sem á erindi til allra. Bók sem fjallar um ást, ofbeldi og þá þunnu línu sem oft er þar á milli í baneitruðum samböndum.

Sögupersónan Lilja kolfellur fyrir manninum sem hún elskar og áður en hún veit af, er hún sokkin á bólakaf í meðvirka fenið, sem hún misskilur sem ást mannsins, en hann á bara svo erfitt með að sýna þar sem hann varð fyrir áföllum í æsku, það er svo mikið að gera hjá honum, hún gefur honum of mikinn tíma, of lítinn tíma, og allar hinar afsakanirnar sem hún týnir til meðan hún fjarlægist vini, fjölskyldu, en þó mikilvægast af öllu, sjálfa sig.

Lygar hans, framhjáhald, ofbeldi afsakar Lilja með að hún hafi gert eitthvað rangt.

„Það væri langbest fyrir mig að hætta bara með honum og hætta að vera svona klikkuð. En ég get ekki verið lengi í burtu frá honum, ég get ekki misst hann. Ég elska hann með hverri frumu líkamans, og ég myndi veslast upp án hans. Hvort sem ég færi eða héldi áfram að vera með honum þá yrði ég geðveik og tætt, þetta kemur út á eitt.“

Kvika er frábært byrjendaverk, sprottin upp úr #metoo byltingunni og frásögnum kvenna sem neita að þegja, frásögnum sem segja frá eitruðum samböndum og þeim áhrifum sem þau hafa haft á þær sjálfar, börn þeirra, seinni sambönd og samskipti við aðra. Þetta eru sögurnar sem við lesum daglega um í fjölmiðlum, í færslum á samfélagsmiðlum og horfum á í fréttum og í kvikmyndum. Eitruð sambönd eru eins og illgresi, sem klófestir allt og alla sem á vegi verða, og sökudólgurinn er aðeins einn, gerandinn, ofbeldismaðurinn í sambandinu.

„Þegar við vorum að byrja að hittast var ég mjög yfirlýsingaglöð. Ég hafði alls konar prinsipp og skoðanir á samlífi fólks. Fólk átti ekki að míga á þá sem því þótti vænt um, fólk átti ekki að ríða mörgum en hafa samt einhvern einn hangandi á önglinum. Mér þóttu endaþarmsmök ógeðsleg, ég fílaði ekki að totta og þegar ég lýsti yfir að ég myndi aldrei gera hitt eða þetta þá var eins og hlakkaði í honum. Eftir að við byrjuðum að búa saman sagði hann mér að hann hefði vitað frá upphafi að hann myndi ná að snúa mér, fá mig til að vera í hans liði.“

Kvika nístir þig inn að kviku, og reynir á allan tilfinningaskalann því orðin sem skáldsöguna mynda öskra á þig af blaðsíðunum. Því lesandinn veit að skáldsagan segir sögu sem er sönn. Kvika er saga mín, hún er saga kvenna, fjölda kvenna sem upplifað hafa ofbeldi í sambandi; andlegt, félagslegt, líkamlegt, kynferðislegt eða þetta allt í senn. Saga kvenna sem eru enn fastar í eitruðum samböndum og saga kvenna sem hafa losnað úr þeim. Saga sem við verðum að endurskrifa, hamingju okkar og heilsu vegna, því eitt er víst: við eigum öll rétt á hamingjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill um deilurnar við Skúla í Subway: „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin“

Simmi Vill um deilurnar við Skúla í Subway: „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nígerískur áhrifavaldur olli fjaðrafoki þegar hann mætti í brúðkaup með sex óléttar kærustur

Nígerískur áhrifavaldur olli fjaðrafoki þegar hann mætti í brúðkaup með sex óléttar kærustur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá eiginmanninum með yfirmanninum til að fá stöðuhækkun

Hélt framhjá eiginmanninum með yfirmanninum til að fá stöðuhækkun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020

Daði og Gagnamagnið á lista Time yfir tíu bestu lög 2020
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Völli kafaði undir ísilagt yfirborðið á Hafravatni – Sjón er sögu ríkari

Völli kafaði undir ísilagt yfirborðið á Hafravatni – Sjón er sögu ríkari