fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fókus

Unnsteinn, Logi og Jófríður bjóða upp á námskeið fyrir ungar tónlistarkonur

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 14:00

Processed with VSCO with hb1 preset

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snælda er nýtt ókeypis námskeið fyrir ungar tónlistarkonur á aldrinum 16-20 ára þar sem þeim verða kennd helstu undirstöðuatriði við lagasmíðar.

Námskeiðið undirbýr þær fyrir tónlistarferil þeirra og fá þær aðstöðu í 101derland hljóðverinu þar sem þeim verða kennd undirstöðuatriði í Ableton live, helstu tækniatriði við hljóðupptökur verða kynnt, veitt aðstoð við tónlistarsköpun auk þess sem þær fá innsýn í tónlistarbransann frá faglegu sjónarhorni. Megin markmið námskeiðsins eru kennsla á sjálfstæðum vinnubrögðum við lagasmíðar sem mun án efa nýtast þeim við að koma sér á framfæri bæði hérlendis og erlendis.

Námskeiðið verður haldið  18. febrúar til 18. mars í höfuðstöðvum 101derland að Hverfisgötu 105. Kennt verður þrisvar sinnum í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, og stendur hver lota yfir í 3 klukkustundir.

Unnsteinn Manuel Stefánsson, Logi Pedro Stefánsson og Jófríður Ákadóttir (JFDR) verða aðal leiðbeinendur námskeiðsins.

Aðrir listamenn sem vinna undir hatti 101derland koma líka við sögu, til dæmis Jóhann Kristófer Stefánsson (Joey Christ), rappararnir Birnir og Flóni, Young Karin og Sturla Atlas.

Námskeiðið er ókeypis og verður pláss fyrir 10 stelpur á aldrinum 16-20 ára.

Hægt er að sækja um með því að senda póst á info@101derland.com merkt: SNÆLDA – umsókn. Umsókninni skal fylgja nafn, kennitala, reynsla í tónlist, helstu áhrifavaldar í tónlist og linkur á tónlist ef til er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð