fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Netflix stefnt vegna Black Mirror Bandersnatch

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netflix hefur verið stefnt af fyrirtækinu Chooseco vegna kvikmyndarinnar Black Mirror Bandersnatch, en hún gefur áhorfandanum kost á að taka þátt í framvindu sögunnar með því að velja nokkrum sinnum á milli tveggja söguþráða.

Chooseco sérhæfir sig í ævintýrabókum fyrir börn þar sem hægt er að velja milli tveggja möguleika í söguþræðinum og því hægt að láta bókina enda á marga vegu. Telur fyrirtækið að Netflix hafi ekki fengið þeirra leyfi til að vísa til vöru þeirra í kvikmyndinni.

Hefur fyrirtækið gefið út að það vilji ekki „þungt efni, og á tíðum truflandi efni,“ sé tengt við þeirra efni.

Í stefnunni sem er aðgengileg í netinu segir að „28. desember gaf Netflix út mjög vel kynnta, og samkvæmt yfirlýsingum mikið áhorfða áhorfendavirka kvikmynd að nafni Black Mirror Bandersnatch á streymisveitu þess. Á fyrstu mínútum myndarinnar vísar aðalsöguhetjan til skáldsögu sem Choose Your Own Adventure (Veldu þitt eigið ævintýri) bókar.

Netflix hefur ekkert leyfi eða heimild til að nota vörumerki Chooseco, og samkvæmt upplýsingum og mati, notaði vörumerkið með ásetningu og viljandi til að nýta sér nostalgíu áhorfenda fyrir upphaflega bókaröðinni frá níunda og tíunda áratugnum. Myrkt efni, og á tíðum truflandi, efni kvikmyndarinnar kemur í veg fyrir góðvilja og jákvæð viðbrögð Chooseco til að tengjast kvikmyndinni og svertir ímynd vörumerkisins.“

 

Samkvæmt stefnunni fer Chooseco fram á sanngjarnan hluta af ágóða Netflix vegna myndarinnar eða 25 milljónir dala, eftir því hvor fjárhæðin er hærri og greiðslu alls málskostnaðar.

Í henni kemur einnig fram að Netflix hefur reynt síðan árið 2016 að eignast leyfi Chooseco, en ekki hefur náðst samkomulag við Chooseco.

Netflix hefur ekki brugðist við stefnunni eins og er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því