fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

GAMLAR LJÓSMYNDIR TOPP 10: Fótboltahetjur, framtíðar forseti, ferlega úfinn Oddsson og hermenn á tímaflakki

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 12. júní 2018 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó hið alræmda geirvörtubann sé ekki það allra besta við Facebook er engu að síður margt gott þar að finna.

Hópurinn Gamlar Ljósmyndir er þar á meðal en sá er mikið eftirlæti greinahöfundar. Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir sem birtust þar á liðnum dögum, myndir sem veita skemmtilega innsýn í fortíðina og kveikja stundum á skemmtilegum samræðum.

1. Knattspyrnuhetjurnar

Þorvaldur Gunnarsson deildi þessari mynd en hér eru þeir Atli Eðvalds­son, Pét­ur Orms­lev og Ásgeir Sig­ur­vins­son þegar Íslend­ing­ar mætt­ust í fyrsta skipti í þýsku 1. deild­inni haustið 1982 á Rhein­sta­di­on í Dus­seldorf. Leik­ur Fort­una Dus­seldorf og VfB Stutt­g­art fór 1:1. myndin er fengin að láni hjá Morgunblaðinu.

Hallur Hallsson „Allir afburðasnjallir leikmenn … stjarna Ásgeirs auðvitað skein skært.“

Egill Helgason „Ævintýralega góðir leikmenn. Atli markahrókur frammi og svo miðvörður undir lokin. Ásgeir með sína miklu yfirsýn og frábæru sendingar. Pétur líka sendingameistari, afar leikinn. Það er skrítið með landsliðið okkar núna – við höfum átt betri leikmenn gegnum tíðina í flestum stöðum (að undanskildum Gylfa) en nú er það liðsheildin sem telur.“

Olafur Gudgeirsson „Ásgeir Sigurvinsson eđa í Þýskalandi títt nefndur Siggi meðal þjóđverja og útnefndur besti knattspyrnumaðurinn þar er fremsti knattspyrnumađur sem íslendingar hafa àtt.“

Kári Kaaber „Spilaði bæði á móti Atla og Pétri. Báðir mjög kappsamir og afburða sparkmenn. Sem betur fer var ég hættur þegar Ásgeir tölti inn á völlinn!“

2. Vigdís Finnbogadóttir, síðar ástkær þjóðarleiðtogi

Kristjana Guðmundsdóttir deildi þessari mynd af Frú Vigdísi Finnbogadóttur á útskriftardaginn.

Magnus Águstsson „Hún er bæði yndisfögur og ljóngáfuð, stúlkan sú, frú Vigdís Finnbogadóttir, Forseti vor, fyrrverandi.“

Óskar Vignir Bjarnason „Einstök gæfa fyrir þjóðina að hafa notið hennar starfskrafta á forsetastóli.“

Björk Pétursdóttir „Alvarleg kona, á morgni lífsins.“

Dennis Davíð Jóhannesson „Þessi sómakona kenndi mér frönsku í MR. Tek undir það að hún var hress og skemmtilegur kennari í fremur íhaldsömum „embættismanna“ skóla.“

3. Síldarstúlkur á Siglufirði

Gísli Harðarsson deilir og skrifar myndatexta: „Tunnumerki stungið í stígvél síldarstúlku á söltunarstöðinni Dröfn á Siglufirði um 1960. Á NORDIA 2018 í Garðabæ um helgina eru sýndir hinir fjölmörgu og merkilegu einkagjaldmiðlar í sögu þjóðarinnar, þar á meðal tunnumerkin. Á síldarárunum gátu duglegar söltunarstúlkur saltað 2-3 tunnur á klukkustund þegar best lét. Þegar tunnan var full komu starfsmenn að sækja tunnurnar og stungu tunnumerki í stígvél eða vasa stúlkunnar. Eitt merki var oft ígildi lágmarkstímakaups verkamanns. Eftir hverja „törn”, sem gat staðið yfir í einn eða tvo sólarhringa, var merkjunum safnað saman og þeim skipt fyrir peninga, inneignin skuldfærð hjá síldarstöðinni eða lögð inn á bankareikning stúlkunnar sem lagði inn tunnumerkin. Stelpurnar voru oft með mun hærri laun en strákarnir á planinu.“

Ásmundur Reykdal „Prófaði allt. Blanda kryddsalt, taka tunnu/tómatunnu, koma með hringi til að hækka síldarmagnið í tunnunni, loka tunnum og pækla. Skemmtilegar minningar.“

Óttar Ottósson „Stelpurnar voru oft með mun hærri laun en strákarnir á planinu.“ Einmitt. Vegna þess að þær sköpuðu verðmæti, unnu í akkorði og afköstuðu miklu með langvarandi þrældómi. Þær áttu örugglega hvern einasta eyri skilið og vel það.

Guðrún Ólafsdóttir „Ég á þessi frá Haföldunni á Seyðisfirði.“

4. Efnilegir útvarpsmenn

Helgi Magnússon deildi þessari skemmtilegu mynd: „Útvarpsþátturinn Útvarp Matthildur var á dagskrá Ríkisútvarpsins sumrin 1970-73 og var þá nýstárlegur skemmtiþáttur í umsjón ungra háskólanema, þeirra Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárn. Þeir urðu síðar allir þjóðþekktir á allt öðrum vettfangi.“

Ingi Holm „Ef þátturinn hefði komið í sjónvarpi hefði ég hringt í garðyrkjumann til að klippa Davíð.“

Herdís Rún Tómasdóttir „Elska þetta hár á Dabba.“

Bjarni Sigtryggsson „Þeir brutu blað í gamanþáttagerð og voru ekki vel séðir af öllum yfirmönnum útvarpsins.“

Smellið HÉR til að hlusta á Útvarp Matthildi.

5. Í sundi

Jón Helgason deildi þessari skemmtilegu mynd af Lemúrinn.is. Myndin er tekin í gömlu Laugardalslaugunum.

Asmundur Thorisson „Ég man eftir manni sem lá í sólbaði og braut eldspítur og lét á milli tánna til að verða brúnn þar lík,ég hef verið 8 eða 9 ára.“

Áslaug Nikulásdóttir „Þú hefur gott minni man ekki hvað hann hét en hann var þekktur íþróttakappi, grannur og frekar hár held að hann hafi verið einn af þeim sem toku þátt í Ólympíuleikunum.“

Guðrún Emilía Guðnadóttir „Já, maður lærði að synda þarna og fannst það æðislegt, en hugsið ykkur alla gerlana mundi ekki fá vottun í dag en við erum samt lifandi þrátt fyrir næstum daglega veru í gömlu góðu lauginni okkar.“

Rán Einarsdóttir „Við völdum allaf laugarnar en ekki Höllina því þar var allaf rekið upp úr en ekki í laugunum, þar gat maður verið allan daginn.“

6. Vinsælar klippingar 1976

 

Þorvaldur Gunnarsson, einn af síðustjórum setti þessa inn og spurði: „Hvernig hárgreiðsla varstu með 1976?“

Thorsteinn Halldorsson: „Ekki nema von að það hafi orðið tíska að vera sköllóttur. Þetta er allt ógeðslega ljótt.“

8. Beðið eftir Ásgeiri forseta

Þorsteinn Þorsteinsson setti þessa skemmtilegu mynd inn og skrifar „Börn á Patreksfirði bíða komu Hr. Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Íslands, þegar hann heimsótti bæinn, fyrir margt löngu síðan.“ Sérlega áhugavert þykir greinarhöfundi að skoða fatnaðinn sem börnin eru í. Greinilegt að sandalar og röndóttir sokkar voru í tísku á þessum tíma.

9. Sama veður, 100 árum síðar

Kristján Hoffman birtir þessa og skrifar: „Bara flott áður birt mynd frá Laugavegi við Frakkastíginn 1920-1930. Það sem hrífur sérstaklega, fyrir utan skýrleikann, fólkið, bílana, símastaurana og smáatriðin, er að veðrið er svipað þá og nú …!“

María Lára Atladóttir „Ég átti heima á horni Grettisgötu og Frakkastíg frá 1944-1956, en þessi mynd er tekin af horni Laugavegs og Frakkastígs,fremra hornhúsið á v,hönd var verslunin Hamborg og gengið inn í hana á horninu og eigandinn átti heima í húsinu og ég lék mér stundum við dóttur hanns og á horninu fjær sömu megin sem er Laugavegur 42 var kjötverslun SS. H.megin er þriðja húsið frá horni sem er stórt steinhús þar sem verslunin Silli og Valdi voru og síðan verslunin Vínberið.“

10. Það mest fyrir augu í bæ þessum ber

Jón Helgason deilir þessari af síðu sem heitir Svipmyndir úr fortíðinniJón Ingólfsson hefur máls og spyr; er maðurinn í gsm síma?

Anna Pétursdóttir „Timetraveller.“ 

Lena Hákonardóttir „Sennilega bara að klóra sér í eyranu.“

(11. Betúelsbörn)

Og ein auka að lokum:

Systkinin Anna og Guðmundur Betúelsbörn sem bjuggu á bænum Kaldá í Önundarfirði.

 

Smelltu HÉR til að ganga til liðs við þennan skemmtilega Facebook hóp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag

Sjö mánuðir síðan Einar Bárðar fór í hárígræðslu – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 6 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“