fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Klausturtríóið frumflutti Stólahljóð á Klaustur Bar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. desember 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borg brugghús svipti hulunni af jólabjórnum Skyld´ða vera stólahljóð á barnum Klaustur í gærkvöldi. Klausturtríóið frumflutti einnig nýtt jólalag þar, en lagið er nefnt í höfuðið á bjórnum, en textinn er sunginn við lag Sniglabandsins, Jólahjól.

Í Klausturstríóinu eru Böðvar Reynisson (Böddi), Hjörtur Stephensen og Valdimar Olgeirsson og spila þeir notalega jazz standarda alla föstudaga á Klaustur Bar kl. 18-20.

Vísar texti lagsins til ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að meint selahljóð þingmannanna sex sem höfð voru til að níða Freyju Haraldsdóttir hefðu verið hljóð í stóli. Þegar upptökurnar rötuðu á fréttamiðla breytti Sigmundur frásögn sinni og sagði að um reiðhjólabremsu hefði verið að ræða.

Böddi var ekki lengi að útbúa textann því kall frá framkvæmdastjóra Klaustur kom kvöldinu áður. „Bjórinn heitir skemmtilegu nafni og augljós tilvísun í Sniglabandstextann svo eftirleikurinn varð nokkuð auðveldur.“

Stólahljóð:

Undir stólahljóða stól var tappi
Undir stólahljóða stól
átti að vera hljóðdempandi tappi
en svo var ekki
Og Gunn‘og Simmi föttuð‘ekki neitt

Skyld‘ða vera stólahljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?
Skyld‘ða vera stólahljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?

Inn‘á klaustri heyrðist væl, í sel 
eða reiðhjóla bremsu skæl, ég heyrði það vel
Þau litu útum gráan gluggan
og enginn selur og ekkert hjól að sjá?
hvað var þetta þá?

Skyld‘ða vera stólahljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?
Skyld‘ða vera stólahljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?

Gunn‘og Simmi segja og vilj‘ekki þegja

Skyldi það vera stólahljóð?
Skyldetta vera stólahljóð?
Eða kannski hjólabremsuhljóð?
Skyld‘etta vera stólahljóð?

Undir stólahljóða stól var tappi
Undir stólahljóða stól
átti að vera hljóðdempandi tappi
en svo var ekki
Og Gunn‘og Simmi föttuð‘ekki baun
í þessu væli

(2x viðlag)

Texti: Böðvar Reynisson við lag Skúla Gautasonar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“