fbpx
Laugardagur 17.janúar 2026
Fókus

Forlagið efnir til rafbókakeppni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forlagið efnir nú aftur til rafbókakeppninnar Nýjar Raddir sem haldin var í fyrsta skipti í fyrra. Þá unnu bækurnar Undir yfirborðinu eftir Tönju Rasmussen, Tinder match eftir Hörð Andra Steingrímsson ogAllavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur.

Forlagið óskar eftir handritum eftir höfunda sem ekki hafa gefið út fleiri en eitt prósaverk áður hjá atvinnuforlagi. Handritið skal vera einn samfelldur texti eða safn styttri texta og á lengd við nóvellu eða stutta skáldsögu (um 15.000 til 30.000 orð) ætlaður fyrir fullorðna.

Handrit skulu send undir nafni höfundar ásamt kynningu á honum og fyrri skrifum.

Skiladagur handrita er 10. desember 2018.

Valin verða að hámarki þrjú handrit úr innsendum verkum sem gefin verða út í rafrænu formi undir merkjum Forlagsins að vori. Útvaldir höfundar fá samning við Forlagið, fyrirframgreiðslu upp á 100.000 kr., ritstjórn og kynningu. Frá vinningshöfum er skýrt opinberlega á útgáfudegi.

Í dómnefnd sitja Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur og ritstjóri, Haukur Ingvarsson, skáld og doktorsnemi í bókmenntum, og Sigríður Rögnvaldsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu.

Handrit skal senda á netfangið handrit@forlagid.is og merkja með „Nýjar raddir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Laundóttir Freddie Mercury látin eftir langa baráttu við sjaldgæft krabbamein

Laundóttir Freddie Mercury látin eftir langa baráttu við sjaldgæft krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé segir þetta lykilinn að varanlegum árangri – „Aðferðin sem þú hefur verið að nota fram til þessa virkar ekki“

Linda Pé segir þetta lykilinn að varanlegum árangri – „Aðferðin sem þú hefur verið að nota fram til þessa virkar ekki“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Rauði dregillinn á Golden Globes hittir fyrir bækurnar úr íslenska jólabókaflóðinu“

„Rauði dregillinn á Golden Globes hittir fyrir bækurnar úr íslenska jólabókaflóðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mr. Big segir að fyrrum mótleikkonan megi fokka sér

Mr. Big segir að fyrrum mótleikkonan megi fokka sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

22 ára áhrifavaldur gagnrýndur eftir að hún giftist fyrrverandi kennara sínum sem er á sjötugsaldri

22 ára áhrifavaldur gagnrýndur eftir að hún giftist fyrrverandi kennara sínum sem er á sjötugsaldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Scarlett Johansson velt úr sessi og önnur leikkona á toppnum

Scarlett Johansson velt úr sessi og önnur leikkona á toppnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörg og Gummi Tóta eiga von á öðru barni

Guðbjörg og Gummi Tóta eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Össi bauð Thelmu á fyrsta stefnumótið og steinsofnaði – ,,Svo var hann líka í öfugum bol og sitt hvorum sokknum”

Össi bauð Thelmu á fyrsta stefnumótið og steinsofnaði – ,,Svo var hann líka í öfugum bol og sitt hvorum sokknum”