fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Lestrarvinir er skemmtilegt verkefni sem sameinar fjölskyldur og bókelska sjálfboðaliða

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir ári síðan var verkefnið Lestrarvinir tekið í prófun hjá Borgarbókasafninu, en það er hollenskt að uppruna. Verkefnið gekk vonum framar og því var ákveðið að taka það formlega inn í dagskrá Borgarbókasafnsins, og hafa fleiri bókasöfn utan höfuðborgarsvæðisins sýnt því áhuga.

Lestrarvinir er skemmtilegt verkefni sem sameinar fjölskyldur og bókelska sjálfboðaliða sem heimsækja þær vikulega og lesa fyrir börnin á íslensku; sjálfboðaliðinn kemur í heimsókn til barnsins með nýtt og spennandi lesefni í farteskinu tuttugu sinnum yfir veturinn til að efla lesskilning barnsins og kynda undir lestraráhuga.

Laugardaginn 12. október hittust fjölskyldurnar og sjálfboðaliðarnir saman í fyrsta skipti í Borgarbókasafninu Grófinni.

Verkefnið Lestrarvinir var kynnt, Eliza Reid forsetafrú sagði frá reynslu sinni af að eiga tvítyngd börn, fjölskyldur og sjálfboðaliðar fóru í ratleik um safnið og örnámskeið var haldið fyrir sjálfboðaliða.

Lestrarvinir á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Í gær

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“