fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Heidi Klum er snillingur þegar kemur að Hrekkjavökubúningum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrekkjavakan er hátíð sem fer sístækkandi hér á landi, þrátt fyrir óánægjuraddir nokkurra um að við eigum ekki að taka upp bandaríska siði og hátíðir.

Hrekkjavaka er hins vegar ekki bandarísk, heldur á hátíðisdagurinn, sem er 31. október, uppruna sinn hjá keltum en þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsins og boðuð koma vetursins.
Hátíðin flutti hins vegar til Bandaríkjanna með Írum og Skotum á 19. öld og er ávallt haldið upp á hrekkjavöku eða halloween með miklu húllumhæi þar vestra.
Börn (og fullorðnir) klæða sig í búninga og ganga í hús og sníkja sælgæti, eða „trick or treat“, hús og garðar eru skreytt hátt og lágt (útskorin grasker koma sterk inn) og hátíðin hefur verið innblástur fjölda bóka og kvikmynda enda geta skrímsli leynst í búningaklæddum fjölda almúgans, og svo mætti lengi telja. Þekktustu kvikmyndirnar eru auðvitað Halloween myndirnar með morðingjanum Michael Myers, en ellefta myndin verður frumsýnd núna í október.

Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að klæða sig upp í búning, skella á sig skelfilegu andliti og hræða fólk. Það er því tilvalið að nota hrekkjavökuna til að sleppa hugmyndafluginu lausu.

Fyrirsætan Heidi Klum er mikill aðdáandi hrekkjavökunnar og toppar sig á hverju ári í búningavali.

Frá árinu 2000 hefur Heidi toppað sig árlega í búningavalinu: Dominatrix, Lady Godiva, Betty Boop, gyllt gyðja, norn, vampíra, forboðinn ávöxtur, köttur, Kali, kráka og róbót, en auk þess að hafa mikið fyrir búningunum þá heldur hún risa partý líka árlega.

Árið 2011 hélt hún tvö partý og auðvitað kom ekki til greina að mæta í sama búningi í þau bæði, þannig að api úr kvikmyndinni Planet of the Apes og mannslíkaminn voru gervin það árið.

Kleópatra, eldri borgari, fiðrildi, Jessica Rabbit, Heidi sem hún sjálf (já akkúrat!) og gervi Michael Jackson úr Thriller myndbandinu komu síðan.

Í ár er Heidi löngu byrjuð að græja búning og er búin að tísa um hann á Instagram.

https://www.instagram.com/p/BoK–8UADPI/?hl=en&taken-by=heidiklum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“