fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

BBC ræddi við múslima á Íslandi

Auður Ösp
Föstudaginn 31. ágúst 2018 15:30

Ljósmynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú trúir á eitthvað, þá óttastu ekkert. Þú lætur bara vaða,“ segir Yaman en hann er múslimi og búsettur á Íslandi. Breska Ríkisútvarpið BBC heimsótti Ísland í júní síðastliðnum í tengslum við föstumánuðinn Ramadan og ræddi við nokkra múslima sem búsettir eru hér á landi.

Ramadan er helgasti mánuður múslima og er þá fastað frá dögun til sólarlags. Á Íslandi eru sumardagarnir langir, sem þýðir að múslimar hér á landi þurfa að fasta mun lengur en trúarbræður þeirra í öðrum löndum. Sólin fer ekki niður fyrr en um 11 leytið á kvöldin og kemur aftur upp um fjögur leytið um nóttina.

Stundum hafa þeir ekki nema rúmlega tvær klukkustundir til að borða og drekka á nóttunni. Einn af þeim er Suleman, en hann flutti til Íslands frá Pakistan fyrir fimm árum. Á meðan Ramadan stendur yfir fastar hann í yfir tuttugu klukkustundir á sólarhring. Á meðan hann ræðir við BBC, klukkan tvö að nóttu fær hann sér jógúrt og múslí.

„Þetta er mjög auðvelt, vegna þess að trúin hvetur mig áfram. Þetta verður náttúrulegt, partur af þinni daglegu rútínu,“ segir hann.

Þá er einnig rætt við trúboðann Mansoor, en hann fer fyrir litlum söfnuði múslima á Íslandi, Meðlimir í þeim söfnuði fasta ekki eins lengi og aðrir, eða í 18 klukkustundir á dag. Mansoor segir það koma fram í versi Kóransins að guð vilji gera mönnum auðvelt að fasta. „Við höfum heyrt um tilfelli þar sem það hefur liðið yfir fólk eftir að hafa fastað tímunum saman.“

Yaman rekur keðju af kebabstöðum á Íslandi og eyðir því heilu dögunum í að vinna með og bera fram mat, á meðan hann borðar ekkert sjálfur. „En ég læt það samt ekki skemma fyrir mér daginn,“ segir hann. Einnig er rætt við eiginkonu hans, Zöru en hún er ófrísk á meðan á föstumánuðinum stendur og tekur því ekki þátt í föstunni. „Þó ég fasti ekki þá vakna ég samt til að taka þátt í bænahaldinu,“ segir hún og bætir við að hún taki einnig þátt í eldamennskunni með eiginmanni sínum og nái þannig að upplifa Ramadan.

Fréttamaður BBC heimsækir einnig Menningarsetur Múslima á Íslandi og fylgist með Iftar, þegar múslimar taka sér hlé frá föstunni klukkan 9 að kvöldi til, snæða saman og biðja. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Í gær

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum