fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

HEILSA: Fólk sem heldur sig við sömu læknana hefur meiri lífslíkur en hinir sem eru alltaf að skipta

Fókus
Föstudaginn 29. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að halda sig við sama lækninn hefur ekki aðeins þann kost að þú hittir jafnan kunnuglegt andlit, – það gæti líka bjargað lífi þínu.

Sérfræðingar hjá bæði St Leonard heilsustofnuninni og Háskólanum í Exeter í Bretlandi greindu niðurstöður úr 22 rannsóknum sem gerðar voru í níu mismunandi löndum með ólíkum heilbrigðiskerfum.

Af þessum 22 rannsóknum leiddu átján í ljós að lífslíkur aukast til muna hjá þeim sem halda sig við sama lækninn. Jafnvel um helming.

Ávinningurinn af því að hitta alltaf sama lækninn gilti ekki einungis um heimilslækna heldur einnig um sérfræðinga á borð við skurðlækna og geðlækna og þá var jafnframt tekið tillit til þess að fólk sem býr við lélega heilsu þarf oft að leita til margra lækna.

Sjúklingarnir líklegri til að fylgja ráðum læknanna

Rannsóknirnar sýndu með yfirgnæfandi hætti að sjúklingar sem hitta sömu læknana með reglulegu millibili eru mun líklegri til að fylgja ráðleggingum þeirra og taka upp forvarnaraðgerðir. Þá var einnig sýnt fram á að þetta fólk er með umtalsvert færri innlagnir á sjúkrahús.

„Þegar sjúklingur hittir lækni sem hann/hún þekkir og líkar vel við þá er viðkomandi líklegri til að tala með hispurslausari hætti um heilsufar sitt og gefa þannig lækninum upplýsingar sem geta ráðið úrslitum. Læknirinn fær þá jafnframt tækifæri til þess að miðla lausnum til sjúklingsins með mikið meiri nákvæmni,“ segir Dr. Pereia Gray sem fór fyrir rannsókninni.

Mikilvægi þess að sjúklingar hafi samfellt aðgengi að sömu læknum er alvarlega vanmetið í heilbrigðiskerfinu,“ segir Gray.

„Hingað til hefur aðallega verið litið á þetta sem þægindi fyrir sjúklinga en nú er orðið ljóst að málið snýst einnig um gæði læknishjálparinnar.“

Heimild: New Scientist
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs