fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Vignir Daði Valtýsson: Stjarna er fædd – Nítjan ára strákur bræddi hjörtu í Eldborg – Sjáðu myndbandið

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 28. maí 2018 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst þetta lag svo ótrúlega viðeigandi á þessari stundu. Það er svo margt í textanum sem endurspeglar þessa óvissu sem fylgir útskriftinni og hvaða leið maður ætlar sér svo að stefna í lífinu,“

…segir nýútskrifaði verslingurinn Vignir Daði Valtýsson sem söng sig í lengst inn hjörtu þeirra sem komu að fylgjast með útskriftarathöfninni í Hörpu um helgina en þaðan hafa aldrei fleiri útskrifast en í ár. Alls 540 nemendur.

Hann segir áfangastjórann hafa haft samband við sig og beðið sig um að setja saman lokaatriði fyrir stóra daginn og úr varð að Vignir Daði setti saman kór og hljómsveit sem flutti þetta fína lag. Vignir Daði er enginn nýgræðingur í tónlistinni þó hann sé ungur að árum því hann hefur m.a. tekið þátt í þremur uppfærslum á nemendasýningum í Versló og unnið lagasmiðakeppni í skólanum þar sem hann flutti frumsamið lag.

„Í dag er ég ekki hljómsveit og er ekki að syngja neitt af alvöru en ég væri alveg til í það. Mér finnst gaman að syngja og ég hef mjög gaman af tónlist.“

Hefur sjálfur valið leið sköpunar í lífinu

Spurður að því hvaða leið hann hyggst sjálfur stefna í lífinu segist hann alltaf hafa vitað að hún myndi snúast um að gera eitthvað skapandi:

„Núna vinn ég sem ljósmyndari hjá fatabúðinni Húrra Reykjavík og hef vitað síðan ég var lítill að ég hef viljað gera eitthvað skapandi. Ég er búin að gera eina tilraun til að komast inn í leiklistarskólann og á eftir að taka aðra prufu seinna. Svo ætla ég bara að halda áfram á þessari skapandi braut.“

Hér má sjá myndband af því þegar Vignir Daði og vinir tóku lagið Leiðin okkar eftir Hjálma fyrir stútfullum Eldborgarsal. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Í gær

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“