fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

IKEA með jakkaföt á markað: Hver vill ekki dressa sig í stíl við stofusófann?

Fókus
Mánudaginn 30. apríl 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver hefur ekki látið sig dreyma um að eiga jakkaföt í stíl við sófasettið og gardínurnar?

Samstarf hverskonar hefur verið sérlega vinsælt hjá helstu stórfyrirtækjum heims síðustu árin og IKEA hafa ekki látið sitt eftir liggja í að mynda skemmtileg teymi. Nýjasta uppátæki þeirra er samvinna við virtu bresku klæðskerana hjá Savile Row en nú getur fólk dressað sig upp í stíl við húsgögnin!

Þetta er vægast sagt frumlegt hjá þessum sænsku sérfræðingum sem hingað til hafa haft alveg einstakt lag á að lokka okkur til að kaupa allskonar dót sem við höldum að við getum bara ekki verið án; servíettur, sprittkerti og ljósaseríur fyrir garðinn. Nauðsynlegt!

En jakkaföt í stíl við húsgögnin? Já, maður spyr sig.

Sá sem fengin var til að hanna þessi framandi dress heitir William Hunt en tilgangurinn mun vera að fagna persónulegum blæbrigðum þegar heimilið er fegrað. Akkúrat.

Og í þessum tilgangi hefur áðurnefndur William Hunt búið til fjórar gerðir af jakkafötum sem koma til með að fást í takmörkuðu upplagi.

Verkefninu mun hafa verið hleypt af stokkunum þegar kannanir leiddu í ljós að um sextán milljónir Breta (25 prósent) játuðu að hafa ekki kjark í að tjá eigin persónuleika og smekk inni á heimilum sínum. Þá mun fólk jafnframt hafa látið í ljós löngun til að skreyta heimilið með litum en ekki vitað hvernig best væri að bera sig að.

Nú er spurning hvort þessi herferð hjá IKEA muni hjálpa eitthvað til?

Myndir: Getty

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Í gær

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný