fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fastir pennar

Nýjar vendingar í máli Britney Spears – Hver er þessi heittrúaða Lou Taylor?

Fókus
Föstudaginn 19. febrúar 2021 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir,  sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Árið er 2008. Ung, vinsæl og hæfileikarík söngkona er að ganga í gegnum gríðarlega erfiða tíma. Hún er að skilja við barnsföður sinn, kveðja dauðvona frænku, er föst í slæmri forræðisdeilu við fyrrum eiginmann sinn og virðist vera að tapa því máli. Ofan á allt þetta er hún hundelt af fjölmiðlum allan liðlangan daginn. Allt sem hún gerir er myndað, skráð og slúðrað um, hvort sem það er að kíkja á kaffihús eða mæta í klippingu. 

Ljósmyndararnir sem fylgja henni hvert fótspor fara langt yfir strikið, elta hana á röndunum og áreita. Hún biður þá ítrekað að hætta og gefa sér svigrúm til að komast leiðar sinnar til að sinna sínum erindum. 

Elva Björk. Mynd/Valli

Regnhlífarskandallinn

Kvöld eitt, í miklum tilfinningarússíbana og vanlíðan, reynir hún að ná tali af barnsföður sínum til að fá að hitta börnin þeirra tvö. Ljósmyndarar elta hana, áreita og hindra för hennar.  Hún reynir af fremsta megni að halda sönsum og hunsa þá, en gefst að lokum upp og slær regnhlíf í bíl eins ljósmyndarans. REGNHLÍF!! Þetta var skandallinn! Þetta var slúðrið! 

Þessi mynd fór víða og þótti snýna að Britney hefði greinilega misst vitið. En var það svo?

Einnig þótti mjög fréttnæmt að þessi sama kona ákvað að losa sig við ónýtar hárlengingar með því að raka af sér hárið. Hárgreiðslukonan sem tók á móti henni virðist ekki vera til í þetta verkefni, líkt og það að kona vilji raka af sér hárið sé ein mesta synd sem hugsast getur. Unga konan tekur því málin í sínar hendur, nær í rakvélina og hefst handa við að losa sig við ónýta hárið. ÞETTA var líka skandall! Alveg hræðilegur skandall!!

Mögulega var unga konan að díla við mikla erfiðleika í ofanálag. Hún upplifði mörg áföll á einum bretti og virtist vera að ganga í gegnum tímabil andlegra erfiðleika. 

Frelsissvipt á toppnum

Árið er 2021. Konan er ennþá vinsæl og hæfileikarík en ekki lengur eins ung. Konan er 38 ára. Börnin orðin þó nokkuð eldri og hún ennþá moldrík og dugleg að vinna. 

Eftir þessa hræðilegu skandala hennar rúmlega 12 árum áður hefur henni tekist að gefa út nokkrar plötur, farið í tónleikaferðalag um heiminn, nokkrum sinnum, og haldið úti einni vinsælustu og arðbærustu tónleikaröð sem haldin hefur verið í heiminum. Hún hefur framleitt snyrtivörulínu, samið lög, leikið í þáttum og unnið til verðlauna. 

Þessi sama kona hefur ekki verið frjáls í 12 ár! Eftir þessa “stórvægilegu” skandala árið 2008 var hún svipt sjálfræðinu og hefur ekki lögræði yfir fjármálum sínum né persónulega lífi. Faðir hennar og aðrir lögfræðingar hafa í 12 ár stjórnað lífi hennar. Hún má ekki kjósa, ekki eignast börn, ekki keyra bíl eða velja sér vini og maka. Hún má ekki stunda nein viðskipti eða vinna án þess að bera það undir föður sinn. Sumir vilja meina að hún hafi ekki aðgang að samfélagsmiðlum eða öðru á netinu og vitað er að hún hefur ekki haft frelsi til að ráða sinn eigin lögfræðing. 

Þessi duglega, atorkusama kona þykir nógu heilbrigð til að vinna eins og skepna daginn út og inn að þéna óskiljanlegar fjárhæðir, sem renna til þeirra sem stjórna hennar lífi, en ekki nógu heilbrigð til að keyra bíl eða kaupa sér kaffi án þess að fá samþykki eldri manna fyrir því. 

Daniel Oliver og Fjóla Heiðdal koma í Poppsálina

Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Poppsálin er farið ítarlega yfir #FreeBritney málið. Fjóla Heiðdal, feministi og Britney Spears aðdáandi, og Daniel Oliver, söngvari og veitingahúsaeigandi mæta til Elvu Bjarkar sálfræðikennara og píkupopps-aðdáanda í Poppsálina og kryfja þetta sérkennilega mál. 

Þau fara yfir það hvað varð til þess að hin ástsæla Britney Spears missti sjálfræðið. Þau velta því fyrir sér hvort staðan væri mögulega öðruvísi ef Britney væri ekki kona. Einnig spekúlera þau í því hvort einhverjar breytingar séu í vændum eftir að heimildamynd um söngkonuna, Framing Britney var frumsýnd. 

Daniel Oliver
Fjóla Heiðdal

Hver er þessi Lou Taylor?

Nokkrar kenningar hafa verið áberandi um #FreeBritney málið  og tengist sú helsta því að faðir hennar, Jamie Spears græði mikið á því að hafa þessa stjórn yfir dóttur sinni. Einnig þykir mörgum það grunsamlegt að kona að nafni Lou Taylor virðist tengjast þessu máli. En Taylor virðist vera einhvers konar umboðsmaður frægra einstaklinga sem þurfa aðstoð af viðkvæmum og sérkennilegum ástæðum.

Hún er einnig þekkt fyrir mjög sérstakar og jafnvel skaðlegar kristilegar skoðanir. Hún rekur, ásamt eiginmanni sínum, prestinum Rob Taylor, búðir fyrir stúlkur í vanda sem líkt hefur verið við sértrúarsöfnuð. 

Lou Taylor er grunuð um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu

Þessi sama Taylor hefur nokkrum sinnum reynt að ná stjórn á ungum söngkonum í viðkvæmri stöðu. Margir muna eftir því þegar Taylor vildi taka að sár mál Leikkonunnar Lindsay Lohan.  Lohan var svipt sjálfræðið fyrir nokkrum árum síðan á meðan hún var að leita sér aðstoðar. 

Faðir Lindsay Lohan, Michael Lohan, kom þó í veg fyrir það að Taylor næði að taka stjórnina í sína hendur og hefur talað opinskátt um það hve ósáttur hann var með afskiptasemi þessarar konu. 

Að lokum þá hefur Taylor einnig verið bendluð við mál leikkonunnar Amöndu Bynes sem einnig hefur gengið í gegnum erfiða tíma og þurft að leita sér aðstoðar og nú nýlega birtust upplýsingar þess efnis á netinu að þessi sama kona tengist tilraunum Kardashian-fjölskyldunnar til að svipta rapparanum Kanye West sjálfræðinu. 

Þessar pælingar sem og aðrar um frelsissviptingu Britney Spears eru ræddar í nýjasta þættinum af Poppsálinni. 

Hægt er að nálgast þennan þriðja þátt um málið hennar Britney Spears hér: 

 

Einnig er hægt að styrkja framleiðslu þáttanna með því að kaupa kaffibolla handa þáttastjórnanda með því að kíkja hér: https://www.buymeacoffee.com/poppsalin

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Talið óðs manns æði að byggja á sprungusvæði

Talið óðs manns æði að byggja á sprungusvæði
Fastir pennarFókus
15.03.2021

Af hverju ræðum við ekki um jaðarpersónuleikaröskun?

Af hverju ræðum við ekki um jaðarpersónuleikaröskun?
EyjanFastir pennar
14.03.2021

Líklegt að Framsókn verði í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar

Líklegt að Framsókn verði í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar
Fastir pennarFókus
07.03.2021

Af hverju syrgjum við frægt fólk? – Skrifaði kveðju til Kurts Cobain á garðbekk

Af hverju syrgjum við frægt fólk? – Skrifaði kveðju til Kurts Cobain á garðbekk
EyjanFastir pennar
07.03.2021
Flokkaflakk fyrr og nú
Fastir pennarFókus
01.03.2021

Sjálfsvíg, eiturlyf, barnaklám og drukknun – Hvílir bölvun á Glee ?

Sjálfsvíg, eiturlyf, barnaklám og drukknun – Hvílir bölvun á Glee ?
EyjanFastir pennar
26.02.2021

Sagan um saklausa símtalið

Sagan um saklausa símtalið
Fastir pennarFókus
05.02.2021

Hollywoodleikarinn Armie Hammer og kynferðislegar fantasíur um mannát

Hollywoodleikarinn Armie Hammer og kynferðislegar fantasíur um mannát
EyjanFastir pennar
31.01.2021

Íslandsbanki til almennings

Íslandsbanki til almennings
Fastir pennarFókus
24.01.2021

Kanye West – einstakur snillingur eða hættulegur leiðtogi sértrúarsöfnuðar?

Kanye West – einstakur snillingur eða hættulegur leiðtogi sértrúarsöfnuðar?
EyjanFastir pennar
24.01.2021
Árás á Alþingi