fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025

Stefnt vegna ærumeiðinga

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 09:32

Heiða Björg Hilmisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar sem skipar 2. sæti flokksins í borginni, hafi fengið miður góðar fréttir á föstudag. Þannig er mál með vexti, að #daddytoo hópurinn, sem stendur að framboði Karlalistans til borgarstjórnar, er afar reiður í garð Heiðu fyrir ummæli sem hún lét falla í útvarpsþættinum Harmageddon þann 23. mars, um karlahópinn.

Heiða var sjálf ósátt við að skjáskoti af ummælum hennar og annarra femínista, meðal annars aðstoðarkonu forætisráðherra, um feðrahreyfinguna á lokaðri femínista Facebooksíðu, væri lekið, en þar voru látin falla ummæli sem fóru fyrir brjóstið á karlahópnum, þar sem þeir telja þau ærumeiðandi.

Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og formaður Félags umgengnisforeldra, leiðir Karlalistann og fer fyrir feðrahreyfingunni. Hann hefur til dæmis sent forseta Alþingis og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd erindi vegna málsins.

Orðið á götunni er að hann láti ekki staðar numið þar, heldur muni fara með málið eins langt og unnt er. Því hyggst hann stefna Heiðu Björgu í dag fyrir meint ærumeiðandi ummæli sín og freista gæfunnar hjá Justitiu, hinni blindu forn-Rómversku gyðju réttlætisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir álverin á Íslandi vera íslensk – „Svona er bara heimurinn í dag“

Segir álverin á Íslandi vera íslensk – „Svona er bara heimurinn í dag“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út