fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Leiðarar

Ef frumvörp færu á Tripadvisor – og tuðvörp aftast á lista

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 4. desember 2020 20:32

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV – 4. desember 2020

Einkunna­ og stigakerfi hefur lengið vel verið notað til þess að forgangs­raða og finna samnefnara um hvað það er sem í raun skiptir máli í tilteknum aðstæðum. Þannig veljum við okkur gjarnan veitingastaði og hótel eftir stigakerfum og stjörnugjöf, kaupum okkur vörur á Amazon eftir sömu aðferð, veljum skóla og vinnustaði eftir ábendingum fólks og veljum okkur jafnvel maka eftir meðmælum vina og vandamanna og leitumst þá gjarnan eftir því að viðkomandi sé samstíga okkur í lífsskoðunum og trú.

Í síðustu viku lagði Andrés Ingi Jónsson þing­maður fram frumvarp þess efnis að við setningu laga skuli meta áhrif þeirra á loftslagsmál og jafnrétti kynjanna. Það er fyrirtaks ábending en um leið má velta vöngum yfir því hvers vegna málið sé ekki tekið lengra og það einfaldað um leið. Hvað finnst okkur skipta máli og eigi að greiða götu frum­varpa?

Það er sannarlega ekki sama hver aular því út úr sér og sú staðreynd að gengi tveggja nánast eins frum­varpa hljóti mismunandi meðbyr eftir því hvort Jón eða séra Jón kemur því á dagskrá er óþolandi. Væri ekki rakið að þegar lagt er fram frumvarp sé til staðar ákveðið skor sem horfa þurfi til – skori frumvarpið hátt þá komist það fyrr á dagskrá?

Ef svo væri yrðu þeir sem semja frum­vörpin að horfa til þátta á borð við umhverfismál, jafnrétti, öryggi barna, hvort frumvarpið vinni á ofbeldi og hvert þeirra atriða sem væru á skor­blaðinu til þess að koma sínu frumvarpi framar­lega í röð. Það færi vissulega töluverð vinna í að setja niður þær mælistikur sem taldar eru skipta hvað mestu máli og bæta líf fólksins í landinu. Þá yrðu viðkomandi aðilar að byrja á að sammælast um grundvallarmálefni sem ættu að njóta forgangs á þinginu. Slíkt myndi þó neyða ólíka einstaklinga með ólík forgangsmál til að komast að samkomulagi um grunngildi. Það myndi síðan til lengri tíma spara tíma og skila ómerkilegum tuð­vörpum aftast á lista þar sem þau eiga heima.

Hljómar kannski barnalega einfalt – en þarf allt að vera svo flókið?

Ef ráðherrar, þingmenn og ­kon­ur geta ekki komið sér saman um einföld atriði sem tryggja frumvörpum forgang þá er betur heima setið en af stað farið. Tafir, málþóf og annar subbuskapur kemur niður á sálarlífi þjóðar og fer gjarnan fram á kostnað mikilvægra mála.

Fólk sem elskar slaginn meira en útkomuna getur setið heima í eigin fýlu.Sandkassaleikurinn mætti bara almennt fokka sér. Það á ekki að skipta sköpum hver drullar frumvarp­inu út úr sér; það á að skipta máli hverju það skilar – og það á fleiri sviðum en einu.

Þó málefnið sé ekki þitt þá þjónar það mjög líklega þjóðinni í heild. Það er fallegt að taka orðið „ég“ út og setja „við“ í staðinn.

Það erum nefnilega „við“ sem stjórnmálafólkið vinnur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn