fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Eyjan

Vilhjálmur Egilsson: Jafnvel Gunnar Bragi skildi mikilvægi ESB-aðildar fyrir öryggi Úkraínu

Eyjan
Mánudaginn 5. janúar 2026 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnar gengu í ESB ekki síst út frá friðaröryggisþættinum. Sama má segja um Eystrasaltslöndin. Finnar tóku líka upp evru þótt finnska markið væri ágætur gjaldmiðill. Þeir gerðu það vegna þess að þeir vildu vera eins mikið og mögulegt var inni í Evrópusamstarfinu. Því fer fjarri að Finnar eða Eistar líti svo á að þeir hafi afsalað sér sjálfstæði eða fullveldi með aðildinni að ESB. Nú metur Úkraína það svo að það sé mikilvægt hennar öryggishagsmunum að vera í ESB og meira að segja Gunnar Bragi Sveinsson skildi það. Vilhjálmur Egilsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

„Þetta er bara svo nýlegt dæmi í sögunni sem segir nákvæmlega hvað það er sem við þurfum á að halda. Þarna skiptir númer eitt, tvö og þrjú máli, friður, og vera inni í svona einhverju öryggisneti og samfélagi sem að tryggir friðinn.“

Þar spilar Evrópusambandið stóra rullu og Úkraína, það er allavega öryggismat Úkraínu, að öryggi þess sé miklu betur tryggt sé það hluti af Evrópusambandinu.

„Jafnvel Gunnar Bragi skildi það.“

Hann skildi það, já, já.

„Nei, ég segi bara og þú skoðar bara Finnana til dæmis. Finnarnir komu inn í Evrópusambandið bara um leið og þeir gátu til þess að vera inni í þessu samfélagi. Og þeir tóku líka upp evruna. Þeir þurftu ekkert að taka upp evruna. Finnska markið var bara virkilega flottur gjaldmiðill. Þeir þurftu ekki að taka upp evruna, en fyrir þeim var þetta alveg eins mikil pólitísk ákvörðun að taka upp evruna eins og efnahagsleg, vegna þess að þeir bara vildu vera eins mikið í þessu Evrópusamstarfi og mögulegt var.

Þeir skilgreindu þetta líka sem hagstætt út frá friðaröryggisþættinum. Sama með Eystrasaltslöndin. Svo geta menn, þegar menn tala um Evrópusambandið og sjálfstæði og hvort það sé með á sjálfstæði. Reyndu að fara til Finnlands eða til Eistlands og telja þeim trú um það að þeir sé ekki sjálfstæðir.“

Já, já, nákvæmlega, þetta er góður punktur.

„Nei, ég segi bara, reyndu það. En ég sé bara fyrir okkur, ef við ætlum að hugsa um peninga, gleymum þessu.“

Nei, við verðum að hugsa um allan pakkann.

„Já, fyrst og fremst um þessa stóru mynd. Hvort við viljum bara vera inni í þessu samfélagi. Þetta er ekki fullkomið samfélag og það er margt sem þarf að laga í Evrópu. En það er spurningin um friðinn og lýðræðið og mannréttindin, þessa stóru þætti sem að skapa, þegar upp er staðið, grundvöllinn og ef við viljum fara þarna inn, þá er það vegna þess að við erum að leggja eitthvað af mörkum. Og það er það sem við mundum telja að þjóni okkar hagsmunum að leggja eitthvað af mörkum vegna þess að við teljum okkur þurfa þess til þess að vera hluti af þessu og efla þetta. En ekki fyrir peninga.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.  
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Allt ódýrt – Allt ómögulegt

Orðið á götunni: Allt ódýrt – Allt ómögulegt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir