fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Eyjan
Fimmtudaginn 18. september 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umræðum á Alþingi í síðustu viku, eftir stefnuræðu forsætisráðherra, lýsti Miðflokkurinn þeirri framtíðarsýn að laga Ísland að amerískum hægri popúlisma.

Sjálfstæðisflokkurinn lýsti skilmerkilega þeirri ætlan að vera fyrst og fremst eins máls flokkur gegn fullveldi fólksins til þess að ákveða hvort ljúka eigi samningaviðræðum við Evrópusambandið.

Svo virtist sem Framsókn vildi læra af mistökum sumarmálþófsins en vantaði hugmyndir um hlutverk sitt í nútímanum.

Viðskilnaðurinn

Nýr formaður þingflokks sjálfstæðisfólks flutti athyglisverða ræðu. Fyrst og fremst vegna þess að hún endurspeglaði vel að rúmlega áratugs samfelld stjórnarseta skilur flokkinn eftir í hugmyndafræðilegu tómarúmi.

Kjarninn í málflutningi hans var greinargóð lýsing á því hvernig þrengt er að athafnafrelsi einstaklinga með flóknum reglugerðum og gullhúðuðum tilskipunum.

Þetta var ekki gagnrýni á nýju ríkisstjórnina. Hún hefur þegar hafist handa um að einfalda regluverkið, skrapa gullhúðunina, sameina eftirlitsstofnanir og hefja á ný sókn í orkumálum.

Ræðan var einfaldlega lýsing á viðskilnaði hans eigin flokks.

Klípan

Viðskilnaðurinn er með þessum hætti sem hann lýsir vegna þess að völdin sjálf þóttu mikilvægari en hugmyndafræðin.

Þetta er klípan sem flokkur hans er í. Og þetta er skýringin á því að hann hefur misst fast að helmingi fylgisins á síðasta áratug.

Sennilega var athyglisverðast í þessari umræðu að eftir níu mánuði í stjórnarandstöðu hafa þingmenn sjálfstæðisfólks ekki fundið út úr því í hverju klípan liggur.

Málflutningur þeirra virkar eins og þeir séu tvístígandi við hliðina á þingmönnum Miðflokksins, sem hafa sína markvissu amerísku popúlisma hugmyndafræði.

Bara eitt í einu

Í umræðunum lýsti nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins þeirri afdráttarlausu skoðun þingmanna hans að ríkisstjórnir geti bara gert eitt í einu.

Þannig væri útilokað að nýja ríkisstjórnin gæti glímt við viðskilnað gömlu stjórnarinnar í efnahagsmálum og samtímis lagt línur til þess að styrkja til lengri framtíðar sóknarstöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.

Í samræmi við þetta kom fram að allur þunginn í málflutningi þingmanna Sjálfstæðisflokksins yrði lagður í að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin nái fram því sameiginlega ákvæði stjórnarsáttmálans að fela þjóðinni að taka ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Í meira en áratug sátu þingmenn flokksins við ríkisstjórnarborðið án þess að geta botnað málið með formlegum hætti.

Þrátt fyrir þennan pólitíska vanmátt ætla þeir að vinna gegn því að fullveldið í þessu stóra framfaramáli verði fært til fólksins í landinu. Þetta önnur birtingarmynd á málefnalegri klípu þingflokksins.

Alvarlegt umhugsunarefni

Skoðum svo söguna:

Stefán Jóhann Stefánsson og Bjarni Benediktsson sátu í forystu þeirrar ríkisstjórnar sem leiddi Ísland inn í NATO. Á sama tíma stóðu þeir að mestu haftaaðgerðum á lýðveldistímanum vegna skyndilegs gjaldeyrisskorts.

Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. Gíslason voru í forystu þeirrar ríkisstjórnar sem samdi um aðild að EFTA. Það var gert á sama tíma og síldin hvarf og bregðast þurfti við 50% falli útflutningstekna.

Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson leiddu ríkisstjórnina sem samdi um aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum. Á sama tíma var brugðist við samdrætti í þjóðarbúskapnum meðal annars með miklum og vel heppnuðum aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum.

Það er alvarlegt umhugsunarefni að þessi stóru skref hefðu aldrei verið stigin ef sú hugsun hefði ríkt þá, sem nú ræður í þingflokki sjálfstæðisfólks, að bara megi gera eitt í einu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
EyjanFastir pennar
16.08.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
16.08.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi