fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði
Föstudaginn 11. júlí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og þorri þjóðarinnar andaði Svarthöfði léttar er skörulegur forseti Alþingis virkjaði í dag 71. grein þingskapalaga og batt enda á málþóf stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu. Ekki er laust við að um gustukaverk hafi verið að ræða af hálfu forseta í þágu stjórnarandstöðunnar sem var komin í fullkomnar ógöngur og sjálfheldu, nær búin að tala sig endanlega út af þingi ef marka má skoðanakannanir.

Sjálfstæðismenn tuða mjög um að það sé skipbrot lýðræðisins að 71. greininni hafi verið beitt til að ljúka þessari maraþonsumræðu. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í dag: „Við höfum aldrei í sögu okkar gert svona.“

Svarthöfði man greinilega lengra aftur en Guðrún Hafsteinsdóttir því varla hefur hún sagt ósatt vísvitandi. Svarthöfði minnist þess að þann 3. desember 1959, skömmu fyrir þingfrestun, hófst um miðjan dag umræða í neðri deild Alþingis um stjórnarfrumvarp um ýmsar fjármálaráðstafanir. Umræðan dróst á langinn og þegar var komið fram undir miðnætti og ræðuhöld höfðu staðið yfir í sex klukkustundir, án þess að hyllti undir endalok þeirra, lagði forseti til að umræðu lyki kl. eitt. Nokkrir þingmenn andmæltu þessari tillögu forseta en þegar greidd voru um hana atkvæði var hún samþykkt með 21. atkvæði gegn 18.

Þegar þetta gerðist var Ólafur Thors, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtekinn við sem forsætisráðherra Viðreisnarstjórnarinnar. Forseti neðri deildar Alþingis var Jóhann Hafstein, síðar formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Þetta var 3. desember og langt í frá að einhver sú vá hafi verið fyrir dyrum að tilefni hafi verið til að stöðva umræður eftir sex klukkutíma. Ekki 160 klukkutíma, heldur sex.

Eitthvað virðist hugtakið lýðræði þvælast fyrir stjórnarandstöðunni og þá sér í lagi Sjálfstæðismönnum. Einhvern veginn virðast þeir halda að lýðræði og þingræði feli í sér að minnihlutinn á Alþingi skuli ráða för ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við stjórn.

Svarthöfði minnist þess líka að forveri Guðrúnar Hafsteinsdóttur á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum hafði afdráttarlaust þá skoðun að þingmeirihlutinn ráði. Þegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ákvað án samráðs við Alþingi að slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið var það harðlega gagnrýnt innan þings sem utan. Bjarni Benediktsson gaf lítið fyrir þá andstöðu og sagði einfaldlega: Meirihlutinn ræður!

Svarthöfði hefur reyndar vissa samúð með stjórnmálamönnum sem ekkert þekkja annað en að vera í ríkisstjórn og ráða hlutunum þegar þeir svo skyndilega detta úr stjórn og verða valdalaus minnihluti. Það getur ekki verið auðvelt. Væri úr vegi að bjóða þeim upp á lífsleikninámskeið til að auðvelda þeim að höndla nýjan og kaldari veruleika en þeir eiga að venjast? Viljum við ekki vera mannúðlegt samfélag þar sem allir fá að njóta sín?

Svarthöfði hallast líka að því að vel færi á því að einhver góðhjartaður og sæmilega læs tæki sig til og skýrði út fyrir stjórnarandstöðunni að greiðsla fyrir afnot af eign annarra er ekki og getur aldrei verið skilgreind sem skattur.

Svarthöfði hefur fulla trú á því að ef stjórnarandstaðan fengi notið handleiðslu umburðarlynds og þolinmóðs aðila, t.d. leikskólakennara, mætti afstýra því að hún klári alveg að moka yfir sig ofan í holunni sem hún er þegar komin í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Gullaldir fyrr og nú

Björn Jón skrifar: Gullaldir fyrr og nú
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum
Enn eru fornmenn á ferð
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Eldhúsdagurinn afhjúpaði harðlínu andstöðunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Eldhúsdagurinn afhjúpaði harðlínu andstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ofbeldi í nánum samböndum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ofbeldi í nánum samböndum
EyjanFastir pennar
09.06.2025

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin
EyjanFastir pennar
08.06.2025

Björn Jón skrifar: Að standa vörð um vestræn gildi

Björn Jón skrifar: Að standa vörð um vestræn gildi