fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Enn tapar Sjálfstæðisflokkurinn fylgi – boðar ekki gott fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2026

Eyjan
Föstudaginn 23. maí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skoðanakönnun um fylgi flokkanna sýnir að Samfylkingin og Viðreisn hafa bætt við sig fylgi og ríkisstjórnin er með góðan meirihluta meðal þjóðarinnar. Á sama tíma tapa allir stjórnarandstöðuflokkarnir fylgi og er Sjálfstæðisflokkurinn með 18,9 prósent, sem er undir kjörfylgi hans frá því í nóvember, en það var langminnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni fengið í þingkosningum. Fylgisaukningin sem mældist eftir að Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður flokksins hefur því öll gengið til baka og gott betur.

Orðið á götunni er að er að þetta fylgistap geti Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst þakkað blindri hollustu sinni við sægreifana í landinu. Veiðigjaldamálið hefur verið í öndvegi í stjórnmálaumræðunni og þrátt fyrir að sægreifar landsins hafi varið mörgum tugum milljóna í auglýsingar gegn leiðréttingaráformum ríkisstjórnarinnar hefur fylgi almennings við stefnu stjórnarinnar vaxið marktækt síðan sú auglýsingaherferð hófst.

Orðið á götunni er að það hafi heldur ekki farið fram hjá kjósendum að stjórnarandstaðan beiti nú málþófi til að tefja umræður um hvert þingmálið á fætur öðru og stjórnarandstöðuþingmenn eru á sífelldu rápi upp í ræðustól Alþingis í misjöfnu ástandi að deila um keisarans skegg.

Ofan á þetta bætist að formaður Sjálfstæðisflokksins lét sig hverfa af Alþingi í hálfan mánuð og tók engan þátt í fyrstu umræðu um veiðigjaldamálið. Ýmsir hafa túlkað þetta sem klókindi af hennar hálfu, að hún vilji ekki láta spyrða sig við gæfulítinn málflutning óbreyttra þingmanna flokksins í því máli en orðið á götunni er að hún hafi ekki átt góða endurkomu inn á þing þegar hún kom úr fríinu. Þá reyndi hún að fella pólitískar keilur með því að boða tillögu um rannsókn á alvarlegum gagnaleka hjá embætti sérstaks saksóknara/héraðssaksóknara en áttaði sig ekki á því að dómsmálaráðherra hafði þegar sett í gang mun ítarlegra ferli en fólst í hugmyndum formannsins.

Þá virðist lítil þolinmæði sé meðal kjósenda gagnvart þeirri barnalegu herferð sem Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru í gegn Flokki fólksins vegna tæknilegra atriða varðandi skráningu þess flokks á tímabili, sérstaklega í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn var alls ekki barnanna bestur í þeim efnum.

Guðrún Hafsteinsdóttir virðist vera með styrkjamálið svonefnda á heilanum og orðið á götunni er nú reyni hún og flokkur hennar að koma höggi á Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra vegna þess máls. Þar snúist vopnin hins vegar í höndum Guðrúnar og hennar flokks vegna þess að almenningur ber virðingu fyrir Daða Má, sem hefur stigið fram sem einn röggsamasti og rökfastasti fjármálaráðherra seinni tíma, auk þess sem fólk skilur að óeðlilegt væri að endurkrefja rótgróinn stjórnmálaflokk sem á sæti bæði á þingi og í ríkisstjórn um styrki á þeim forsendum að hann hafi tæknilega ekki verið skráður stjórnmálaflokkur um tíma.

Orðið á götunni er að jarðtenging Sjálfstæðisflokksins, sem var nær með öllu horfin er Bjarni Benediktsson leiddi flokkinn, hafi lítið sem ekkert batnað undir nýrri forystu Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Flokkurinn sé ekki í neinu sambandi við almenning í landinu – ekki á sömu bylgjulengd – og afraksturinn birtist í því að frjálst fylgisfall flokksins heldur áfram.

Orðið á götunni er að þetta sé mikið áhyggjuefni fyrir flokkinn nú þegar innan við ár er í sveitarstjórnarkosningar. Takist Guðrúnu ekki að ná viðspyrnu fyrir flokkinn geti hún átt von á köldum kveðjum frá sínum eigin flokksmönnum þegar á næsta landsfundi sem verður árið 2027.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sunna Kristín ráðin sem verkefnastjóri hjá atvinnuvegaráðuneytinu

Sunna Kristín ráðin sem verkefnastjóri hjá atvinnuvegaráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Evrópuferð ríkisstjórnarinnar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Evrópuferð ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dómsmálaráðherra skaut föstum skotum á Alþingi í dag – „Og hvað gerist þá? Miðflokkurinn, hann ærist“

Dómsmálaráðherra skaut föstum skotum á Alþingi í dag – „Og hvað gerist þá? Miðflokkurinn, hann ærist“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin