fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Eyjan
Laugardaginn 1. nóvember 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar kom að því. Sjálfstæðisflokkurinn búinn að setja Valhöll á sölu og ekki seinna vænna. Þegar Valhöll var byggð fyrir hálfri öld var hún hönnuð fyrir starfsemi stjórnmálaflokks sem jafnan fékk á bilinu 35-40 prósent í kosningum á landsvísu. Nú hefur fylgið skroppið saman og er innan við helmingur af því sem var fyrir 50 árum. Vitaskuld er Valhöll allt of stór fyrir þennan magra flokk og nokkuð skynsamlegt hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur að viðurkenna það og minnka við sig húsnæðið.

Orðið á götunni er að tímasetning sölunnar nú sé engin tilviljun. Flokkurinn er búinn að fullnýta lóðina til þéttingar byggðar. Það var í tíð Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk leyfi til að skipuleggja stórfellda þéttingu byggðar á lóðinni við Háaleitisbraut 1. Þar er nú risið gímald nokkurt, sem gárungarnir kalla gráa gímaldið til aðgreiningar frá græna gímaldinu. Þetta mun hafa skilað flokknum hálfum milljarði eða svo og merkilegt að forysta flokksins skuli ekki sýna Degi meira þakklæti en raun ber vitni.

Orðið á götunni er að athyglisvert verði að sjá hvaða tilboð berast í Valhöll. Húsið var hannað fyrir stóran stjórnmálaflokk og hentar tæplega annarri starfsemi, nema þá mögulega einhverju ráðuneyti, en nú eru bara engir Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn til að kaupa Valhöll af flokknum. Húsið er 2000 fermetrar og stór hluti þess nýtist illa. Þá er ómögulegt að byggja við húsið, sem mætti lýsa sem minnisvarða um höfundarverk arkitektsins, Halldórs H. Jónssonar. Óneitanlega er útlitið sérstakt en ekki er hægt að segja sama um notagildið. Líkast til felast mestu verðmætin í Valhöll í lóðinni sem húsið stendur á. Þar mætti þétta byggð enn frekar. Mögulega verður Valhöll þannig seld til niðurrifs.

Orðið á götunni er að Guðrún Hafsteinsdóttir sé sannur minimalisti. Hún vilji minnka allt:

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar stöðugt og er enn á niðurleið. Það er nú helmingur þess sem það var í kosningunum 2007.
  • Pólitísk völd Sjálfstæðisflokksins eru í rénun og minnka enn.
  • Eðlilegt er að minnka húsakostinn því að minnkandi flokkur þarf vitanlega minna húsnæði fyrir starfsemi sína.
  • Með sölu á Valhöll er einnig hægt að minnka skuldir, t.d. með því að greiða upp lán í Landsbankanum frá gamalli tíð. Lánið nemur 500 milljónum króna og hefur frá upphafi verið óverðtryggt með fimm prósent föstum vöxtum og aðeins greiddir vextir – engin afborgun. Ekki er vitað um hagstæðari lán á Íslandi en þetta.
  • Þá er ætlunin að minnka umsvif flokksins í útleigu húsnæðis, en flokkurinn hefur leigt út frá sér tvær efstu hæðirnar í Valhöll. Orðið á götunni er að þetta séu hins vegar mistök vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er mun öflugri í fasteignaumsvifum og útleigu húsnæðis en í pólitík.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins