fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Kristrún Frostadóttir: Ríkisstjórnin mun lúta vilja þjóðarinnar um aðildarviðræður við ESB

Eyjan
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa rætt um að veitt verði fjármagni til að efla umræðu um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sem slík mun ekki taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið en búast má við því að einstakir stjórnarliðar geri sig gildandi í umræðunni. Kristrún Frostadóttir segir mögulega aðild Íslands að ESB snúast um miklu fleira en gjaldmiðilinn en úttekt á kostum og göllum krónunnar sé vissulega innlegg í umræðuna. Kristrún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér má hlusta að brot úr þættinum:

Eyjan - kristrun Frosta 3
play-sharp-fill

Eyjan - kristrun Frosta 3

„Þetta snýst einmitt ekki bara um gjaldmiðilinn. Þetta snýst um hverju við viljum tilheyra pólitískt, menningarlega, fjármálalega, og það eru mjög margar spurningar þarna undir. Það væri mjög jákvætt fyrir umræðuna um Evrópusambandið ef hún snerist um meira en gjaldmiðilinn. Hún gerir það oft um gjaldmiðilinn og ég skil það, hef fullan skilning á því, en ég held að það myndi styrkja hana einmitt ef við myndum ná að nálgast hana frá breiðari grunni. En þarna erum við klárlega að ýta undir ákveðna stoð í umræðunni og sjá hvar við lendum með það, við vitum ekkert hvernig niðurstaðan verður af því. Síðan gefst þá svigrúm til þess að ræða aðra þætti Evrópusambandsins sem snúa að alþjóðaviðskiptum, sem snúa að vörnum landsins, sem snúa að auðlindamálum og ég er í engum vafa um að margt mun kom a upp. Það eru þarna sjóðir og mál sem snúa að landbúnaði. Það er margt mjög áhugavert sem snýr að Evrópusambandinu þannig að það er hægt að halda marga mjög áhugaverða fundi og málstofur um þetta næstu tvö til þrjú árin,“ segir Kristrún.

Mun ríkisstjórnin sem slík beita sér fyrir málstofum og öðru slíku um Evrópusambandið á breiðum grunni?

„Ríkisstjórnin mun ekki taka afstöðu til þess hver niðurstaða þessarar atkvæðagreiðslu á að vera. Hún mun ekki í heild sinni gera það. Því er raunverulega stillt þannig upp að þetta sé bara atkvæðagreiðsla fyrir þjóðina og ríkisstjórnin þarf bara að lúta niðurstöðu hennar. en það er vissulega þannig að það verða einhverjir aðilar innan einhverra flokka sem vilja ljá þessu málefni einhverja vigt í aðra hvora áttina og þeim er frjálst að gera það, ekkert óeðlilegt við það. Við höfum ekki ákveðið svona formlega skipulag umræðna með aðkomu ríkisstjórnarinnar en ríkisstjórnin mun sjálf ekki beita sér fyrir já eða nei.“

Kristrún segir að það hafi verið rætt milli leiðtoga ríkisstjórnarinnar að veita fjármagni í skipulag viðburða hjá grasrótarfélögum sem myndu vilja tala fyrir öðrum hvorum málstaðnum. „Ég held að það gæti skipt máli, að það sé eitthvað fjárhagslegt svigrúm til þess að ýta undir jákvæða umræðu í báðar áttir þó að ríkisstjórnin taki ekki beint þátt í því.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Hide picture