fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Eyjan
Laugardaginn 19. júlí 2025 12:00

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarandstaðan er ekki að græða á því að beita málþófsvopninu og það er ósköp eðlilegt að stöðva það með 71. gr. þingskapalaga. Sú grein er jafn virk og málskotsréttur forseta Íslands í stjórnarskránni. Það er alger misskilningur hjá stjórnarandstöðunni að gera þurfi málamiðlanir um efni stjórnarfrumvarpa þannig að stjórnarandstaðan sé ánægð með innihald þeirra. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar. Hann segist ekki vita hvað formaður Sjálfstæðisflokksins sé að fara með hótunum sínum.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan Sigmar Gudmundsson 3
play-sharp-fill

Eyjan Sigmar Gudmundsson 3

„Þetta ákvæði er þarna af ástæðu og það er með þetta lagaákvæði eins og öll önnur að því má auðvitað beita ef tilefni er til og tilefni varð til eftir þessa hundrað og sextíu klukkutíma. Þetta minnti mig svona pínulítið á þegar alltaf var verið að tala um á sínum tíma að málskotsréttur forseta væri ekki virkt ákvæði af því hann hefði ekki verið notaður. Og svo segir auðvitað bara einn forseti: Heyrðu, lesið bara stjórnarskrána, þetta stendur þar og ég ætla bara að nota þetta. Og þá auðvitað er það bara í fullu lagi að nota það þó að það hafi þótt umdeilt og allt annað,“ segir Sigmar.

Hann segist ekki kunna við það þegar menn eru að draga upp eitthvert líkingamál, að þetta sé kjarnorkuákvæði eða eitthvað í þá veru. „Þetta eru bara þingsköp. Við erum bara að gera fólki skýrt að það gengur ekki að menn taki þingið í gíslingu vikum saman í eitt og sama málið. Einhvern tímann þarf umræða að stoppa og ef það er ágreiningur um málið þá útkljáum við þann ágreining með því að ýta á takkana í þingsal og greiða atkvæði.“

Og ef menn eru á því að það hafi verið samþykkt vond lög þá er þetta bara lög, nýr meirihluti einhvern tímann síðar getur breytt þessum lögum.

„Já, já. En svo er líka annað í þessu. Mér fannst vera svona svolítill misskilningur hjá stjórnarandstöðu stundum með það að það þyrfti alltaf að gera málamiðlanir í þá átt að stjórnarandstaðan gæti nánast verið þá með í að samþykkja málin. Það er misskilningur. Hér urðu valdaskipti eftir síðustu kosningar, hrein valdaskipti, og hvort sem mönnum er nú hlýtt til þessarar ríkisstjórnar, telji hana vera að gera góða skynsamlega hluti eða ekki, þá er það engu að síður sú staðreynd að hún styðst við þingmeirihluta og sá þingmeirihluti á að koma fram í atkvæðagreiðslu. Minnihlutinn á ekki að hafa eitthvað neitunarvald,“ segir Sigmar.

Nákvæmlega. Nú hefur, og það er nú aðallega Sjálfstæðisflokkurinn sem talar á þessum nótum, en það hefur verið talað um að þetta muni hafa eftirmál, þetta muni, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það, hafa áhrif um alla framtíð. Það er náttúrlega verið að boða mjög harða stjórnarandstöðu, það er verið að boða málþóf í fleiri málum. Er ekki líklegt að það þurfi að beita 71. greininni aftur?

„Ég ætla bara að tala sem bara fyrir sjálfan mig. Ég sé ekki þetta sem eitthvert óskaplegt kjarnorkuákvæði. Ef það er yfirgengilegt málþóf þá er heimild í lögum til þess að stöðva það. Þetta er nú ekki dramatískara heldur en það. Ég hef alveg tekið eftir þessum hótanatóni sem er í formanni Sjálfstæðisflokksins. Henni er auðvitað frjálst að tala eins og hún vill með það. Ég veit ekkert hvað hún er að boða. Ég bara held mig við þessa rullu að ég vil að stjórnarandstaðan sé hörð. Ég vil að hún haldi ríkisstjórninni við efnið. Allt kerfið okkar gengur út á það. Það verður að vera jafnvægi, við þurfum aðhald en ef menn ætla að fara í svona málþófsæfingar allan næsta þingvetur … ég held ekki að það sé neinn græða á því. Til lengri tíma held ég að pólitíska stöðumatið hjá þeim hljóti að vera það við erum kannski ekki endilega að græða eitthvað rosalega mikið á þessu til lengri tíma. Við skulum kannski reyna að nálgast stjórnarmeirihlutann með einhverjum öðrum vopnum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 4 dögum

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Hide picture