fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Eyjan

Hlakkar í Degi vegna fylgis Sjálfstæðisflokksins – „Kannski er það ekki besta taktíkin af sumum þingmönnum og jafnvel ráðherrum að andskotast alltaf þetta út í borgina“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 30. ágúst 2024 11:51

Dagur B. Eggertsson er kátur með fylgi Samfylkingarinnar og meirihlutans í borginni. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, gerir sér mat úr nýjum skoðanakönnunum Maskínu í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Ekki er laust við að það hlakki í Degi yfir því hvað kannanirnar sýna.

„Það væri auðvitað freistandi að hafa orð á því að Samfylkingin í borginni (26%) mælist langstærsti flokkurinn í nýrri borgar-könnun en Sjálfstæðisflokkurinn dalar (20%),“ segir Dagur og ber saman fylgi meirihlutans í borginni og ríkisstjórnarinnar. „Meirihlutaflokkarnir hafa nánast haldið sjó samanlagt frá kosningum – en ríkisstjórnarflokkarnir hafa misst helming fylgis síns frá kosningum.“

Sjá einnig:

Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi í Reykjavík – Sanna Magdalena orðin vinsælli en Dagur

Nefnir Dagur að í alþingiskönnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með aðeins 10 prósent.

„Öðru vísi mér áður brá. Flokksmenn hafa verið duglegir við að skamma borgarstjórnarflokkinn sinn – og í það ætla ég ekki að blanda mér – en hugsanlega þarf að kafa dýpra,“ segir Dagur. „Kannski er það ekki besta taktíkin af sumum þingmönnum og jafnvel ráðherrum að andskotast alltaf þetta út í borgina… við segjum ekki meir, og kannanir eru auðvitað einmitt það, kannanir, en ekki kosningar. Áfram, hærra!“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast