fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Eyjan

Breki Karlsson: Samkeppniseftirlitið skoði hvort heildsalar reyni að leggja stein í götu Prís

Eyjan
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 14:30

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendur hafa tekið nýju lágvöruverðsversluninni, Prís, fagnandi, enda hljóta þeir að fagna samkeppni, fjölbreytni og lægra verði. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur mikilvægt að Samkeppniseftirlitið skoði vandlega hvort milliliðir, heildsalarnir, séu að leggja steina í götu Prís með því að jafnvel neita versluninni um vörur. Hann fagnar þeirri aðferðafræði Prís að fara fram hjá heildsölum og flytja beint inn. Breki er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn  -  Breki Karlsson - 6.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Breki Karlsson - 6.mp4

„Ég kíkti þangað og það virðist vera sem neytendur taki þessu fagnandi þar sem það var troðfullt út úr dyrum um miðjan dag á virkum degi þegar flestir eru í vinnunni sem er frábært og við fögnum þessari samkeppni en gjöldum mikinn varhug við þessum orðum sem við erum að heyra frá þeim um að milliliðirnir, heildsalarnir, séu að leggja steina í götu þeirra og jafnvel neita að afhenda þeim vörur og slíkt. Það er stóralvarlegt mál sem ég vona að Samkeppniseftirlitið skoði gaumgæfilega,“ segir Breki.

Þar er verkefni fyrir Samkeppniseftirlitið, þar hafa þeir hlutverki að gegna.

„Algerlega, en mér sýnist aðferðafræðin hjá Prís, ef ég skil það sem ég hef heyrt í fjölmiðlum rétt, að þau séu að fara fram hjá þessum milliliðum eins og þau geta og það er bara hið besta mál. Það er það sem öll stafræn tækni snýst um – að kötta út alla milliliðina – og ég vona að þau haldi áfram og veiti góða samkeppni. Þau hafa sagt að þau séu að niðurgreiða einhverjar vörur …“

Það er greinilegt að það er mikill metnaður þarna, það eru áform um stóra hluti vegna þess að hluti af þessari byrjunarfjárfestingu er að niðurgreiða ákveðna hluti til þess að ná sér stöðu á markaðnum og sem nýr aðili – smár aðili á markaði – þá mega þau gera þetta. Þetta mætti Bónus ekki gera, þetta mætti Krónan ekki gera. Ég er búinn að fara tvisvar eða þrisvar og vöruúrvalið gefur mér sterklega til kynna að þeir séu að flytja inn beint og fara fram hjá.

„Algerlega, þarna eru vörumerki sem maður hefur ekki séð annars staðar, sem er hið besta mál. Bæði lægra verð en líka meiri fjölbreytni. Neytendur hljóta að fagna því, fagna samkeppninni, fagna fjölbreytninni og fagna lægra verði.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Árborg
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum

Segir skýrslu SFS um áhrif veiðigjalda á sjávarútveginn og hagkerfið vera enn eina grátskýrsluna studda falsrökum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast
Hide picture