fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Ofdrykkjumenningin á Alþingi skýrir margt

Svarthöfði
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er áhugamaður um stjórnmál og hagstjórn og lætur fátt fram hjá sér fara í fjölmiðlum í þeim efnum. Svo sem við er að búast hefur hann oft og iðulega velt vöngum yfir því hvernig á því stendur að upplausn ríkir jafnan í stjórnmálunum og hagstjórnin, ef hagstjórn skyldi kalla, er einatt líkust því sem þekkist aðeins í bananalýðveldum og þriðja heims ríkjum.

Hvernig stendur á því að hér í þessu ríka og gjöfula landi skuli ríkisútgjöld blása út ár frá ári og í öllu góðærinu, sem verið hefur nánast allt frá hruni, skuli ríkissjóður rekinn með halla á hverju einasta ári. Og það engum smáræðishalla, heldur upp á tugi og hundruð milljarða – á hverju einasta ári. Öll árin sem þessi ríkisstjórn hefur setið hefur verið mikill halli á rekstri ríkisins og ekkert bendir til annars en að hallinn verði enn myndarlegur vel inn í næsta kjörtímabil hið minnsta.

Afleiðing alls þessa er svo sú að Seðlabankinn er með hæstu stýrivexti sem fyrirfinnast á vesturlöndum. Þeir eru ekki aðeins hærri hér á landi heldur margfaldir. Til að finna stýrivexti á borð við þá sem Seðlabanki Íslands heldur úti þarf að fara á stríðs- og hörmungarsvæði – til Rússlands og Úkraínu.

Hingað til hefur Svarthöfði horft mjög til örgjaldmiðilsins, íslensku krónunnar, sem helstu orsakar þessara efnahagshörmunga, sem hömlulaus hagstjórn leiðir yfir þjóðina. Nú heyrir hann hins vegar og les að skýringarnar kunni að vera fleiri og jafnvel nærtækari.

Á Alþingi ríkir ofdrykkjumenning, segir einn af varaforsetum þingsins. Varaforsetinn lýsir því hvernig skjóðrakir þingmenn skrönglast með erfiðismunum til þingstarfa eftir taumlausa áfengisdrykkju á veitingahúsum í nágrenni Alþingishússins. Blindfullir bograst þeir þeir síðan inn í þingsal og upp í ræðustól og dreifa drykkjurausi sínu yfir þingmenn og almenna borgara þessa lands, allt í beinni útsendingu á Alþingisrásinni.

Svarthöfði sér í hendi sér að ekki er við góðu að búast frá löggjafarsamkundu þar sem þingmenn þjóra út í eitt og rétt gefa sér tíma til þingstarfa á milli snapsaskota. Vart verður það skilið öðru vísi en að edrú þingmenn séu sjaldséðir og helst þeir sem skrúfað hafa tappann í flöskuna og farið í sína tólf skrefa meðferð. Vitaskuld er ofdrykkjumenningin á Alþingi óboðleg fyrir það fólk.

Hinu má svo ekki heldur gleyma að afleiðingar fyllerísfrumvarpanna sem góðglatt þingið afgreiðir frá sér á færibandi, ekki síst undir þinglok á hverju ári, bitna ótæpilega á fólkinu í landinu.

Svarthöfði er á því að almennt eigi fólk ekki að vera drukkið í vinnu. Gildir einu hvort um er að ræða kennara, lækna og hjúkrunarfólk, flugmenn eða bílstjóra, nú eða starfsmenn á plani. Sama gildir um þingmenn og ráðherra. Mjög æskilegt er að þeir séu edrú í vinnunni, að minnsta kosti svona oftast.

Svarthöfði áttar síg á því að ofdrykkjumenningin á Alþingi virðist skýra margt sem miður hefur farið á Íslandi á undanförnum árum og áratugum. Nú skilur hann betur hvernig á því stendur að heilbrigðiskerfið er fjársvelt, vegakerfið er fjársvelt sem og aðrir innviðir, skólakerfið er fjársvelt og börnin okkar vart læs þegar þau útskrifast úr grunnskóla, Orkuskortur blasir við í þessu auðlindaríka landi vegna þess að ekki hefur verið virkjað og dreifikerfið hefur ekki verið uppfært, búið er að gefa fiskinn í sjónum til örfárra fjölskyldna og færa Kaupfélagi Skagfirðinga alla kjötframleiðslu á Norðurlandi og jafnvel víðar á silfurfati. Nýjasta nýtt er að búið er að gefa norskum auðkýfingum alla firði landsins undir mengandi laxeldi.

Svarthöfði skilur nú að ástandið á Íslandi stafar einfaldlega af því að þingmenn mæta fullir í vinnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Hinn ærandi skarkali

Björn Jón skrifar: Hinn ærandi skarkali
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Allir eru ómissandi

Steinunn Ólína skrifar: Allir eru ómissandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Það má jafnt virða söguna og læra af henni

Sigmundur Ernir skrifar: Það má jafnt virða söguna og læra af henni
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt
EyjanFastir pennar
04.08.2024

Björn Jón skrifar: Af setningarhátíðum og guðlasti

Björn Jón skrifar: Af setningarhátíðum og guðlasti
EyjanFastir pennar
03.08.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið

Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið
EyjanFastir pennar
28.07.2024

Björn Jón skrifar: Trénað Alþingi

Björn Jón skrifar: Trénað Alþingi
EyjanFastir pennar
27.07.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Það er tímabært að meirihlutinn ráði

Sigmundur Ernir skrifar: Það er tímabært að meirihlutinn ráði